Þú borgar skattinn fyrir hin ríku

Nýfrjálshyggjan 9. okt 2022

Síðastu áratugi hefur skattkerfinu verið breytt þannig að skattbyrði hefur verið flutt frá fyrirtækjum yfir á einstaklinga. Og aukinni skattbyrði á einstaklinga hefur verið skipt þannig að hin tekjuhæstu tóku ekki á sig neina hækkun á meðan hún lagðist af miklum þunga á fólk með miðlungstekjur og lægri millitekjur, en líka á hin allra fátækustu.

Þetta merkir að launafólk hefur ekki aðeins tekið á sig byrðar vegna lækkunar á skatta á fyrirtæki og fjármagn heldur hefur venjulegt launafólk tekið á sig byrðar sem hefðu lagst á hin tekjuhæstu ef skattahækkunin hefði lagst jafnt á alla.

Við skulum skoða þetta með því að horfast í augu við þrjár töflur og eitt skelfilegt línurit.

Skelfilegt línurit

Hér má sjá hvernig skattbyrði tekjutíunda breyttist frá 1997 til 2021 eins og grafið birtist á Metli.is. Við sjáum ýkta breytingu áranna fyrir Hrun þegar skattbyrði tekjuhæstu tíundarinnar lækkaði hratt á meðan skattbyrði annarra hækkaði.

Svo sjáum við áhrifin af skattahækkunum vinstristjórnarinnar strax eftir Hrun. Þá var tekjuskattur fyrirtækja hækkaður, settur á bankaskattur og orkuskattur, en slíkur fyrirtækjaskattar sjást ekki á þessu grafi. Vinstristjórnin hækkaði hins vegar fjármagnstekjuskatt og setti á auðlegðarskatt, sem veldur því að skattbyrði efstu tekjutíundarinnar hækkar snöggt.

En annað hafði áhrif. Fjármagnstekjur féllu og þar með vigtuðu launatekjur hærra meðal tekna hinna tekjuhæstu og þar með hækkaði hlutfallið þar sem launatekjur bera hærra skatthlutfall.

Það sem gerist síðan á eftirhrunsárunum er að skattbyrði tekjuhæstutíundarinnar fellur aftur, m.a. vegna þess að auðlegðarskattur er felldur niður. En það sem er markverðast er hvað skattbyrði millitekna og lægri millitekna hækkar hratt og mikið.

Ef við berum saman upphaf þessa tímabils við lokin, kemur í ljós að skattbyrði allra nema hinna tekjuhæstu hækkar (upplýsingar af Metli):

TekjutíundSkattbyrði 1997Skattbyrði 2021Hrein breyting
1. tíund-3,50%1,80%5,30%
2. tíund-2,60%4,70%7,30%
3. tíund0,90%12,40%11,50%
4. tíund6,50%16,20%9,70%
5. tíund7,80%18,40%10,60%
6. tíund11,20%20,00%8,80%
7. tíund14,80%21,00%6,20%
8. tíund18,10%22,20%4,10%
9. tíund22,50%24,70%2,20%
10. tíund27,30%27,30%0,00%

Þetta er svolítið hrollvekjandi. Skatthlutfallið hækkar hjá öllum nema þeim tekjuhæstu.

Tvær lægstu tíundinar borguðu engan skatt 1997 heldur fengu útborgaðar bætur, voru með neikvætt skatthlutfall. 2021 eru 1. og 2. tíund farin að borga viðlíka hátt hlutfall og fólk á milli 3. og 4. tíund borgaði 1997.

Og skatthlutfall millitekjufólks hefur hækkað mikið, mest millitekjufólki og einkum hjá fólki með lægri miðlungstekjur.

Til að sýna þetta betur getum við stillt fram töflu sem sýnir meðaltekjur tíundanna 2021 og síðan hversu miklu meira það borgaði í skatt það árið, en það hefði gert ef hlutföllin hefðu verið þau sömu og 1997.

TekjutíundMeðallaun
2021
Skattahækkun
á ári
1. tíund41.069 kr.26.120 kr.
2. tíund186.653 kr.163.508 kr.
3. tíund335.311 kr.462.729 kr.
4. tíund444.684 kr.517.612 kr.
5. tíund541.456 kr.688.732 kr.
6. tíund678.182 kr.716.160 kr.
7. tíund861.567 kr.641.006 kr.
8. tíund1.117.118 kr.549.622 kr.
9. tíund1.513.242 kr.399.496 kr.
10. tíund2.996.483 kr.0

Þarna sést að skattahækkun hefur mikil áhrif á fólk, einkum fólk með miðlungstekjur. Tekjutíundir frá þeirri þriðju til og með þeirrar sjötta hafa fengið skattahækkun á ári sem er hærri en mánaðartekjurnar. Fólk getur rétt ímynda sér hvaða áhrif það hefur á heimilishaldið.

Og taflan sýnir líka að skattar á níundu tíundina hafa hækkað hlutfallslega minna en annarra, fyrir utan efstu tíunda sem borgar ekkert meira í skatta. Aukinn skattur næst efstu tíundarinnar hafa hækkað minna í krónum talið þriðju tíundarinnar.

En þetta er einkenni nýfrjálshyggjunnar, að berja niður tekjujöfnunaráhrif skattkerfisins.

Það veldur því að aukin krafa ríkissjóðs um skatt af tekjum einstaklinga, sem að hluta til má rekja til aukinna umsvifa en að hluta til til lægri skattheimtu af fyrirtækjum og rekstri, leggst ójafnt á tekjutíundirnar. Og fólk með meðaltekjur og lægri tekjur þessar byrðar á sig en ekki þau tekjuhæstu.

Til að skýra þetta getum við stillt fram skattabreytingunum að frádregnum hækkun skatta ef hækkunin hefði lagst jafnt á alla tekjuhópa. Taflan sýnir þá hvað fólk borgar mikið á ári í aukaskatt, svo að hin tekjuhæstu komist hjá að taka þátt í að auka tekjur ríkissjóðs eins og annað fólk gerir.

TekjutíundMeðallaun
2021
Skattar á ári
umfram meðaltal
1. tíund41.069 kr.6.494 kr.
2. tíund186.653 kr.74.313 kr.
3. tíund335.311 kr.302.495 kr.
4. tíund444.684 kr.305.112 kr.
5. tíund541.456 kr.429.988 kr.
6. tíund678.182 kr.392.079 kr.
7. tíund861.567 kr.229.291 kr.
8. tíund1.117.118 kr.15.787 kr.
9. tíund1.513.242 kr.-323.634 kr.
10. tíund2.996.483 kr.-1.431.923 kr.

Þarna sést að það er ekki aðeins efsta tíundin sem er undir meðaltali heldur líka sú næsta. Hæsta tíundin ætti að borga að meðaltali rúmar 1,4 m.kr. meira á ári og sú næsta tæpar 324 þús. kr.

Kostnaður við að láta þessa tekjuhópa borga sama hlutfall skattahækkana og aðra var um 26,8 milljarðar króna í fyrra.

Og þeim kostnaði er vellt yfir á aðra, mest á millitekjufólk. Fimmta tekjutíundin borgar mest fyrir hin tekjuhæstu, síðan sjötta, þá fjórða og þriðja.

Þar sem í lægstu tíundunum eru ungmenni utan vinnumarkaðar, aldraðir og öryrkjar, þá má segja að það sé láglaunafólk og fólk á lægri meðallaunum sem hefur tekið að sér að borga hlut hinna tekjuhæstu í hækkun skatta á undanförnum áratugum.

Þannig virkar nýfrjálshyggjan. Allt tal um lækkun skatta á aðeins við um hin tekjuhæstu, fjármagnseigendur og eigendur stærstu fyrirtækjanna. Skattar hafa verið hækkaðir á öllu öðru launafólki, öldruðum, öryrkjum og fátæku fólki.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí