Verð á bensíni fellur allsstaðar – nema á Íslandi

Okur 20. okt 2022

Fyrir innrás Rússa í Úkraínu kostaði bensínlítrinn 270,90 kr. að meðaltali á Íslandi. Í dag kostar hann 320,20 kr. eða rúmlega 18% meira. Heimsmarkaðsverð á bensíni hækkaði við innrásina en er nú komið á sama stað og fyrir innrás. Íslensku olíufélögin eru því að taka til sín mun meira en efni standa til, rétt tæplega 50 kr. á lítra eða vel yfir tvö þúsund krónur í hvert sinn sem þú fyllir tankinn.

„Hagnaður olíufélaganna stefnir í met!“ skrifar Stefán Ólafsson prófessor og sérfræðingur Eflingar á vefinn. „Lækkun á heimsmarkaði hefur ekki skilað sér eðlilega til Íslands. Meðal annars þess vegna er verðbólga um 9% hér nú – og það gefur samtökum atvinnurekenda (SA) og hagfræðingum Seðlabankans tilefni til að fara fram á kaupmáttarskerðingu hjá launafólki. Það myndi auka hagnað og arðgreiðslur fyrirtækja enn meira en orðið er, bæði olíufélaga og annarra fyrirtækja.“

Reynsla íslenskra neytenda af olíufélögunum speglast vel í því sem Árni Guðmundsson skrifar undir færslu Stefáns: „Núna eru gríðarlega birgðir af eldsneyti til í landinu á háa verðinu, sem munu ekki klárast fyrr en næsta hækkun skellur á. Þá verða, að venju, litlar sem engar birgðir til og olíufélögin tilneydd að hækka verðið strax. Svona mun þessi (meinta) góðgerðarstarfsemi olíufélaganna halda áfram í góðu og innilegu samstarfi þeirra á millum … og mun verða svo lengi sem ekki tekst að koma böndum á þennan fákeppnismarkað“

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí