Vara við geðsjúku okri í Perlunni: „Oj bara!“

Okur 21. ágú 2023

Innan Facebook-hópsins Vertu á verði – eftirlit með verðlagi eiga margir ekki til orð yfir okrinu í Perlunni. Kona nokkur deildi í gær kvittun sem hún fékk eftir að hafa greitt fyrir þrjár kökusneiðar og þrjá bolla af svörtu kaffi. Samtals kostaði það litlar 9,510 krónur. Kvittunina má sjá hér fyrir neðan, en í ljósi umræðu um hnignun íslensku má einnig benda á að þó kaffið sé svart þá er talað um „cheesecake“og „chocolate cake“ á kvittunni.

 Þessi kvittun hefur vakið hörð viðbrögð innan fyrrnefnds hóps, þó sumir að vísu kenni konunni um að hafa látið sér detta það í hug að versla þessar dýru kökur. Flestir sleppa því þó að smána þolanda okursins. „Ferðaþjónustan á eftir að rústa sjálfri sér með græðginni,“ segir einn maður til að mynda. Annar maður segir einfaldlega: „Þetta er alveg rosalegt. Oj bara!“

Svo eru sumir sem sakna Perlunnar eins og hún var. „Algert okur og léleg þjónusta að auki.Mikið vildi ég að Perlan væri enn eins og hún var,“ skrifar ein kona meðan önnur spyr: „Hvernig er hægt að vera á verði gagnvart verði í þjóðfélagi þar sem svona verðlagning þykir góð og gild?“

Margir skrifa þó einugis eitt orð í athugasemdum og það er einfalt: „Okur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí