Fríhöfnin okrar á þeim sem koma til Íslands – Helmingi dýrari en við brottför

Okur 18. sep 2023 Haukur Már Helgason

„Nærri áttunda hver vara er dýrari í komuverslun Fríhafnarinnar en í brottfararversluninni. Verðmunurinn er allt að 43%.“ Svo segir í tilkynningu sem birtist á síðu Verðlagseftirlits ASÍ í dag, mánudag. Þar er stuðst við niðurstöður úr samanburði verðlagseftirlits ASÍ á verðlagningu verslananna tveggja. „Engin vara,“ segir þar, „var dýrari í brottfararversluninni.“

Af yfir þrjú þúsund vörum sem voru teknar til skoðunar í vefverslun Fríhafnarinnar reyndust 389 misjafnt verðlagðar. Í sumum tilfellum var verðmunurinn smávægilegur en í öðrum verulegur. Hæsti verðmunurinn var 43 prósenta verðmunur á íslensku brennivíni, sem kostar 2.299 krónur á leiðinni úr landi en 3.299 krónur á leiðinni inn í landið. Þrjár gerðir tóbaksins Bali Shag komu næstar, 40% dýrari á leið í landið, 6.999 krónur í stað 4.999 króna á leið úr landi.

389 vörur dýrari á leiðinni inn en út

Tilkynningu Verðlagseftirlitsins fylgdi listi yfir allar þær vörur sem voru á sitthvoru verðinu eftir því í hvora áttina farþegar áttu leið um. Listann má sjá hér að neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí