„Nærri áttunda hver vara er dýrari í komuverslun Fríhafnarinnar en í brottfararversluninni. Verðmunurinn er allt að 43%.“ Svo segir í tilkynningu sem birtist á síðu Verðlagseftirlits ASÍ í dag, mánudag. Þar er stuðst við niðurstöður úr samanburði verðlagseftirlits ASÍ á verðlagningu verslananna tveggja. „Engin vara,“ segir þar, „var dýrari í brottfararversluninni.“
Af yfir þrjú þúsund vörum sem voru teknar til skoðunar í vefverslun Fríhafnarinnar reyndust 389 misjafnt verðlagðar. Í sumum tilfellum var verðmunurinn smávægilegur en í öðrum verulegur. Hæsti verðmunurinn var 43 prósenta verðmunur á íslensku brennivíni, sem kostar 2.299 krónur á leiðinni úr landi en 3.299 krónur á leiðinni inn í landið. Þrjár gerðir tóbaksins Bali Shag komu næstar, 40% dýrari á leið í landið, 6.999 krónur í stað 4.999 króna á leið úr landi.
389 vörur dýrari á leiðinni inn en út
Tilkynningu Verðlagseftirlitsins fylgdi listi yfir allar þær vörur sem voru á sitthvoru verðinu eftir því í hvora áttina farþegar áttu leið um. Listann má sjá hér að neðan.