„Ég varð bara ofboðslega reið og döpur“ – Fullsödd af okri í innanlandsflugi

„Ég var á leið austur, að heimsækja fólkið mitt í Neskaupstað, og ég tók með mér farþega sem var að koma úr flugi á Egilsstaði. En það varð harmleikur , svo tvær fullorðnar manneskjur vildu koma og styðja við fólkið sitt fyrir austan. Eins og við vitum þá gera harmleikir ekki boð á undan sér, það er ekki hægt að panta far með sex vikna fyrirvara, hlutirnir gerast og þá þarf fólk að bregðast við. Svo þarna var fargjald, sem hafði verið keypt með 12 tíma fyrirvara, fyrir tvær fullorðnar manneskjur verið verslað fyrir 130 þúsund krónur.“

Svo lýsir Ólína Freysteinsdóttir, íbúi á Akureyri, aðdragandanum að samfélagsmiðlafærslu sem hún skrifaði á dögunum og vakti nokkra athygli en þar kallar hún eftir nýju flugfélagi sem gæti sinnt innanlandsflugi fyrir sómasamlegt gjald. Við Rauða borðið í kvöld ræðir Ólína nánar um okur í innanlandsflugi, sem að svo virðist eykst í hlutfalli við verri þjónustu.

„Eftir að þau tvo voru svo komin austur þá kom í ljós að þau myndu missa af ákveðnari samverustund syrgjenda, þ ví þau voru búin að festa far til baka. En þá er farið að hringja, til að breyta fluginu, og þá voru það 15 þúsund krónur á hvorn haus. Ég varð bara ofboðslega reið og döpur, og fór bara að hugsa hvað er í gangi? Ég skil alveg að fargjöld séu ekki hugsuð fyrir fólk sem er að bregðast við veikindum eða slysum. En að það skuli ekki vera, eins og var hérna áður, hopp eða eitthvað, þú gætir valið flugleggi sem væru aðeins ódýrari þó það væri með sólarhringsfyrirvara.,“ segir Ólína.

Við Rauða borðið í kvöld má heyra hana ræða nánar um okur á innanlandsflugi  

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí