Við þurfum að ræða ofbeldi

Hryðjuverkaógn 11. okt 2022

„Við þurfum að ræða um ofbeldi. Andlegt ofbeldi. Líkamlegt ofbeldi. Kynferðisofbeldi. Stafrænt ofbeldi. Fjárhagslegt ofbeldi. Trúarofbeldi,“ sagði Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata á þingi í dag, undir liðnum fundarstjórn forseta, en Björn Leví er einn þeirra sem Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson gældu við að myrða.

Við þurfum að ræða ofbeldi af því að það er út um allt,“ hélt Björn áfram. „Í skólum meðal nemenda. Á heimilum milli foreldra. Á vinnustöðum milli samstarfsfólks. Á netinu milli ókunnugra og á Alþingi milli samherja. Við verðum að spyrja okkur mjög einlægra spurninga þegar aldrei hafa verið framin fleiri alvarleg ofbeldisbrot – tvöföldun á fimmtán árum. Við verðum að spyrja af hverju og við verðum að þora að hlusta á svarið. Jafnvel þó það komi í ljós að það sé okkur sjálfum að kenna.“

„Við þurfum að ræða ofbeldi vegna þess að það er vandamál,“ hélt Björn Leví áfram. „Glæpsamlegt vandamál en einnig heilbrigðis- og félagslegt vandamál. Vandamál sem stjórnmál eiga að leysa. Vandamál sem við leysum ekki með aukinni vopnvæðingu eða vanfjármögnun á heilbrigðis- og félagslega kerfinu og alls ekki með því að daðra við fordóma, mismunun og rasisma í pólitískum tilgangi.

Við eigum ekki að byggja hærri girðingar eða grafa dýpri skotgrafir. Það mun einungis auka á vandann. Við verðum að sýna að við séum traustsins verð og það gerum við einungis með því að axla ábyrgð. Ábyrgð á því selja ættingja hlut í ríkisbanka í lokuðu útboði. Ábyrgð á því að hækka laun kjörinna fulltrúa langt umfram aðra. Ábyrgð á því að framfylgja ekki niðurstöðum þjóðaratkvæðagreiðslu … og svo mætti lengi telja.

Skortur á ábyrgð og afskiptaleysi gagnvart vanda í heilbrigðiskerfinu og félagslega kerfinu rífur samfélagið okkar í sundur. Það veldur því að fólk fer að leita að blórabögglum sem það mun finna í útlendingum, samkynhneigðum, trans, múslímum … því það eru alltaf þau minnstu sem falla fyrst í slagsmálum hinna stærstu,“ lauk Björn máli sínu.

Hér má hlýða á ræðuna:

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí