Sindri segist ekki meiri rasisti en Bjarni Ben

Hryðjuverkaógn 9. feb 2024

Sindri Snær Birgisson, sakborningur sem ákærður hefur verið í hryðjuverkamáli, sagði þegar aðalmeðferð málsins fór fram í dómsal í gær að hann hefði ekki ætlað að drepa neinn. Utanríkisráðherra hefði talað nýlega á svipuðum nótum.

Til ummæla Sindra var vitnað í frétt Ríkisútvarpsins. Karen Kjartansdóttir almannatengill bendir á málið á eigin facebook-síðu.

Samstöðin var fyrsti fjölmiðillinn sem birti nöfn og myndir af Sindra og félaga hans Ísidór Nathanssyni en þeir eru báðir ákærðir í málinu. Sjá hér:

Áhugamaður um vopn, ofbeldi og hægrisinnuð stjórnmál – Samstöðin (samstodin.is)

 

Mikill styrr hefur staðið um afstöðu Bjarna Benediktssonar í málefnum flóttamanna. Ekki síst hvað varðar fórnarlömbin á Gaza, þar sem haldið er fram að Ísraelsmenn séu að fremja þjóðarmorð.

„Þegar menn sem ættu að vera háttsettir í samfélaginu, láta út úr sér svona ógeðfelld ummæli – þá spretta fram aðrir klikkhausar sem telja sig loksins mega láta andúð sína í ljós. Búið að gefa grænt ljós,“ segir í einni athugasemd við færslu Karenar um mikilvægi fyrirmynda.

Sjá frétt Rúv hér: „Ég neita þessu alfarið – þetta er bara galið“ – RÚV.is (ruv.is)

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí