Vilja afnema skylduaðild að verkalýðsfélögum

Verkalýðsmál 12. okt 2022

„Ótækt er að skylda launamenn til aðildar að félagi með yfirlýsta pólitíska stefnu og sýn sem samræmist ekki skoðunum þess,“ segir í greinagerð þingflokks Sjálfstæðisflokksins með frumvarpi um afnám skylduaðildar að verkalýðsfélögum.

Flutningsmenn eru allir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að ráðherrunum undanskildum. Meginatriði frumvarpsins er að: „Launamenn og vinnuveitendur skulu hafa rétt til þess að stofna og ganga í þau stéttarfélög sem þeir kjósa og eru einungis háðir reglum hlutaðeigandi félags um inngöngu í það. Óheimilt er að draga félagsgjald af launamanni eða skrá hann sem félagsmann í stéttarfélag nema með skýru og ótvíræðu samþykki hans. Óheimilt er að skylda mann til að ganga í tiltekið stéttarfélag.“

„Núverandi vinnumarkaðslöggjöf er úrelt og þrengir um margt að félagafrelsi. Varla er unnt að líta svo á að launamenn hafi raunverulegt frelsi til að ákveða félagsaðild sína sjálfir. Þrátt fyrir að launamanni sé heimilt að standa utan stéttarfélags hefur lagaumgjörðin verið með þeim hætti að valfrelsið er í orði en ekki á borði,“ segir í greinargerð frumvarpsins.

Og síðar segir Sjálfstæðisflokksfólkið: „Á Íslandi eru svokölluð forgangsréttarákvæði í kjarasamningum. Slík ákvæði ganga gegn félagafrelsi launamanna enda má leggja þau að jöfnu við skylduaðild að stéttarfélagi, þar sem fólk er í raun og veru útilokað frá tilteknum störfum gangi það ekki í stéttarfélagið sem hefur forgang samkvæmt kjarasamningi. Nánast öll vestræn lönd hafa bannað slík ákvæði með vísan til félagafrelsis launamanna. “

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí