Ysta þýska hægrið segir stjórnvöld óvini ríkisins

Orkukreppan 12. okt 2022

Alternative für Deutschland, flokkur yst til hægri í þýskum stjórnmálum, stóð fyrir mótmælum í Berlín gegn orkukreppu og verðbólgu um helgina undir slagorðum gegn viðskiptaþvingunum gegn Rússum. Orkuöryggi og vörn gegn verðbólgu – hugsum fyrst um okkar eigið land, mátti lesa á borðum.

Og þeir voru ekki allir svona kurteislega orðaðir. Á öðrum borðum stóð: Stöðvum brjálsemi stjórnvalda. Og: Ríkisstjórnin er óvinur ríkisins nr. 1.

Í mótmælagöngunni var þýski fáninn áberandi en þar mátti líka sjá ýmiss tákn öfga-hægrisins og rússneska fánann. Andstaða Alternative für Deutschland gegn sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda hefur nú flust yfir á viðskiptaþvinganirnar sem bíta æ meira Þjóðverja sjálfa. Orkuverð hefur rokið upp og verðbólgan étur burt kaupmáttinn. Auk ásakana um svik stjórnvalda við almenning var þess krafist að Þjóðverjar opnuðu aftur kjarnorkuver sín.

Eins og vanalega efndu and-fasistar til mótmæla gegn mótmælum Alternative für Deutschland og urðu af því nokkrar stimpingar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí