27.000 einstaklingar sóttu um húsnæðisbætur í fyrra.

Árið 2021 sóttu rúmlega 27.000 einstaklingar um húsnæðisbætur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Jókst fjöldi umsækjenda um þrjú þúsund frá árinu 2019 þegar tuttugu og fjögur þúsund sóttu um aðstoð frá stofnuninni. Ekki liggur hinsvegar fyrir hversu mörg heimili eru á bak við þennan fjölda umsækjenda. Þetta kemur fram í svari sem Samtök leigjenda fengu frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) í vikunni.

Mjög er þó á reiki hve nákvæm stærð leigumarkaðarins er í raun. Árið 2016 gaf Íbúðalánasjóður út skýrslu þar sem stærð leigumarkaðarins er metin alls 35.000 heimili. Tveimur árum seinna eða árið 2018 var stærðin metin alls 30.000 heimili. Þó að gögnin sem liggja að baki séu ekki fullnægjandi, vegna þess að aðeins hluta leigusamninga er þinglýst þá er það mat þeirra sem safna gögnum um leigumarkaðinn að einungis á milli 60-65% leigusamninga sé þinglýst og þar með skráðir. Sú vitneskja gerir þó kleift að áætla nokkuð nákvæmlega um stærð leigumarkaðarins.

Eftir því sem húsaleiga hækkar þá minnka möguleikar heimila til að sækja sér bætur sem til kemur vegna tekjuskerðingar. Er húsaleiga í mörgum tilfellum orðin svo há að þau heimili sem geta greitt uppsett verð eru með of háar tekjur og fá því engar bætur. Það leiðir af sér að eini hvatinn til þinglýsingar verður ekki til staðar. Því má gera að því skóna að þinglýstum leigusamningum fækki hlutfallslega þegar húsaleiga hækkar eins og nú.

Í hagtíðindum Hagstofunnar frá því júní í fyrra er stærð leigumarkaðarins metinn sem 32% allra heimila eða 49.000 heimili, á meðal þeirra eru heimili þar sem einstaklingar eða fjölskyldur búa frítt í húsnæði sem ekki er þeirra eigið. Eru þetta niðurstöður úr lífskjararannsókn sem unnin var síðla árs 2019. Athygli vakti að hlutfall barnafjölskyldna á leigumarkaði jókst um tæp áttatíu prósent frá árinu 2009.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun taldi þó leigumarkaðinn einungis vera um 20.000 heimili árið 2021, eða þrettán prósent af öllum heimilum á Íslandi. Þessi tala kemur ítrekað fyrir í kynningarefni stofnunarinnar þrátt fyrir að umsækjendur um húsnæðisbætur hafi verið rúmlega sjö þúsund fleiri sama ár, og þá staðreynd að einungis hluti leigjenda sæki um húsnæðisbætur.

Frá árinu 2016 þegar HMS mat leigumarkaðinn vera 35.000 heimili hefur Íslendingum fjölgað um tæplega fimmtíu og þrjú þúsund en íbúðum í eigu einstaklinga með eina íbúð aðeins um 11.000. HMS hefur í mælingum sínum á sama tíma sýnt ítrekað fram á að fólk yfir þrítugt á nánast enga möguleika á því að komast út af leigumarkaði og hefur sú staða haldist nokkuð stöðug frá árinu 2016.

Ef 27.000 umsækjendur um húsnæðisbætur koma af sextíu prósent heimila á leigumarkaði þá gerir það alls 38.000 heimili eða tæplega fjórðungur allra heimila á landinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí