Afkomuótti og fátækt meðal öryrkja á Íslandi færist í aukana en 45% öryrkja hafa þurft að reiða sig á fjárhagsaðstoð frá vinum og ættingjum eða hjálparsamtökum í formi peninga eða matargjafa á síðustu tólf mánuðum.
Hjálparsamtök segja fleiri hafi óskað eftir fjárhagsaðstoð fyrir hátíðirnar þetta árið, bæði í Reykjavík og á Akureyri en Ásta Þórdís Skjalddal samhæfingastjóri PEPP samtaka fólks í fátækt segir í viðtali við RUV marga vera komna í þrot eftir verðbólgu og verðhækkanir undanfarna mánuði Þá segir hún einstæða foreldra á örorkubótum eiga erfiðast með að ná endum saman en samkvæmt nýútkominni könnun sem félagsvísindastofnun gerði fyrir ÖBÍ réttindasamtök er sá hópur ásamt einstæðingum að há erfiðustu lífsbaráttuna á húsnæðismarkaði.
Þeir sem fá örorkumat ungir koma síður undir sig fótunum
Í könnuninni kemur fram að 58 % öryrkja búa í sínu eigin húsnæði miðað við 74% fólks úr almennu úrtaki HMS Þá eru tæp 30% öryrkja á leigumarkaði en aðeins 13% fólks úr almennu úrtaki HMS. Um 70% þeirra öryrkja sem eiga sitt eigið húsnæði, eignuðust það áður en þeir fengu örorkumat en könnunin sýnir glögglega að þeir sem fá örorkumat ungir eða á miðjum aldri eiga erfiðara með að koma undir sig fótunum og geta síður eignast sitt eigið húsnæði. 10% þeirra sem sótt hafa um lán til breytingu á húsnæði vegna aukinnar fötlunar hafa fengið synjun og 14% þeirra sem sóttu um endurfjármögnun húsnæðis fengu einnig synjun. Þá greiða 37% öryrkja á bilinu 50-75% tekna sinna í húsnæðiskostnað og 65% upplifa töluverða aukningu á kostnaði við húsnæði á síðustu 5 árum. Tæpur helmingur þeirra sem sóttu um húsnæðislán á sl. fimm árum komust ekki í gegnum greiðslumat.
Mikil nýliðun meðal fátækra fyrir þessi jól
Ásta Dís segist finna fyrir aukinni örvæntingu meðal sinna skjólstæðinga í PEPP og segir marga í dag óska eftir matargjöfum á samfélagsmiðlum. Þeir séu þá gjarnan búnir að fullnýta réttindi sín hjá hjálparsamtökum en hún finnur einnig fyrir mikilli nýliðun þar sem mikið af fólki í mjög slæmri stöðu hafi leitað til þeirra undanfarið. Skógjafir fyrir jólin eru einnig mörgum einstæðum foreldrum og öryrkjum erfiðar fjárhagslega en grasrótarsamtökin Hjálparkokkar hafa boðið fram aðstoð við þær í nokkur ár. Þá segir hún þau gera sitt besta við að tryggja öllum börnum gleðileg jól.
Rannsókn félagsvísindastofnunar á högum öryrkja var gerð í sumar með 10.000 manna símaúrtaki úr þjóðskrá og 6.000 manna úrtaki úr netpanel stofnunarinnar. Hægt er að nálgast könnunina á versíðu ÖBÍ réttindasamtaka.