Alþjóðleg efnahagsstefna hefur brugðist vinnandi fólki

Verkalýðsmál 21. nóv 2022

Í drögum að stefnuyfirlýsingu Alþjóðasambands verkalýðsfélaga segir að alþjóðleg efnahagsstefna hafi brugðist vinnandi fólki og aukinn ójöfnuður og óréttlæti á heimsvísu sé afleiðing þessarar úreltu stefnu. Nýr samfélagssáttmáli sé því mikilvægari en nokkru sinni fyrr, svo hagkerfin þjóni mannkyninu og forði jörðinni frá bráðri hættu.

Fimmta þing Alþjóðasambands verkalýðsfélaga fer nú fram í Melbourne Ástralíu undir yfirskriftinni Nýr samfélagssáttmáli, A New Social Contract.

Meginverkefni þingsins er gerð stefnuyfirlýsingar til næstu fjögurra ára. Þar er lögð áhersla á þann lærdóm sem draga má af nýlegum efnahagslegum áföllum, áhrif tækninnar á störf, inngildandi verkalýðshreyfingu og réttlát umskipti í tengslum við loftslagsbreytingar.

Í drögum að stefnuyfirlýsingunni segir að alþjóðleg efnahagsstefna hafi brugðist vinnandi fólki en með samstöðu og styrk samtaka launafólks megi knýja fram slíkan sáttmála. Það sé forsenda lýðræðis, jafnréttis, jafnri skiptingu gæða og þrautseigjunnar sem þarf til að bregðast við þeim áskorunum sem við stöndum frammi fyrir.

Þrátt fyrir að heimurinn sé þrisvar sinnum ríkari en hann var fyrir 20 árum búa um 70% fólks ekki við félagsvernd, 84% fólks á lágmarkslaunum telur sig ekki ná endum saman og 81% þjóða í heiminum hafa heimilað brot á grundvallarrétti launafólks til að gera kjarasamninga. Þessi staða nærir og viðheldur ójöfnuði sem leiðir til aukinnar örvæntingar og reiði sem dregur úr trú á lýðræðinu og býr til jarðveg fyrir einræðishyggju, fasisma og rasisma.

Það er því kominn tími á nýjan samfélagssáttmála milli launafólks, stjórnvalda og fyrirtækja um lágmarksréttindi launafólks til félagsverndar og öryggis, segir í drögunum.

Innleiðing nýs samfélagssáttmála myndi tryggja að réttindi séu virt, mannsæmandi vinnu, græn og góð störf, að öll geti lifað af launum sínum, rétt stéttarfélaga til að gera kjarasamninga við atvinnurekendur, félagsvernd, jafnrétti og inngildingu. Fyrirtækjum ber að taka samfélagslega ábyrgð og taka þátt í að festa nýjan samfélagssáttmála í sessi með þátttöku í þríhliða samtali við samtök launafólks og stjórnvöld.

Sjá nánar á vef BSRB: Nýr samfélagssáttmáli milli launafólks, stjórnvalda og fyrirtækja.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí