Biden þvingar samningum upp á járnbrautarstarfsmenn

Í gærkvöldi sendi ríkisstjórn Bandaríkjanna frá sér yfirlýsingu þar sem skorað er á þingið að þvinga upp á járnbrautarstarfsmenn kjarasamningi þó svo að rúm vika sé eftir af verkfallsfresti sem rennur út 9. desember. Joe Biden hefur áður lýst sér sem „stoltum verkalýðsforseta“ en það hefur ekki komið í veg fyrir að hann taki sér stöðu með atvinnurekendum í yfirstandandi deilu. Þvert á orðræðu Demókrata ætlar Biden að þvinga á verkafólk samningi sem var hafnað fyrr á þessu ári af fjölda verkalýðsfélaga.

Járnbrautastarfsmenn í Bandaríkjunum hafa ekki farið í verkfall í þrjá áratugi en verkfall hefur legið í loftinu í marga mánuði. Eitt af þeim málum sem starfsfólkið leggur áherslu á er að fá greidda veikindadaga. Réttindi sem þykja sjálfsögð í hinum vestræna heimi. Meira en hundrað þúsund starfsmenn innan geirans fá ekki greidda veikindadaga og standa að auki frammi fyrir ströngum mætingarreglum sem skilja marga eftir án helgarfrís og annara frídaga.

Biden-stjórnin segir hins vegar að yfirvofandi verkfall muni lama Bandarískt efnahagslíf og hefur beðið þingið um að grípa í taumana. Spurningin um hvort stjórnmálafólk standi með verkafólk gegn atvinnurekendum er grundvallar spurning innan stjórnmálanna. Með því að standa með viðskiptalífinu og atvinnurekendum gegn ofurarðrændu vinnuafi járnbrautafyrirtækjanna hefur Biden tekið af allan vafa um það í hvaða liðið hann sé. 

BNSF Railway, sem er í eigu Warren Buffett, tilkynnti methagnað árið 2021, en rekstrartekjur jukust og voru 8.8 milljarða dollara. Fyrirtækið er eitt það stærsta á sviði vöruflutninga í landinu og þar starfar á annan tug verkafólks sem nú berst fyrir bættum kjörum.

Verkalýðsfélagið Railroad Workers Union sendi á þriðjudag frá sér yfirlýsingu þar sem Biden var sagður hafa „klúðrað málinu“.

„Hann hafði tækifæri til að sanna fyrir milljónum að hann væri hliðhollur verkafólki með því að biðja þingið um löggjöf sem væri hagstæðari fyrir starfsfólks og til að koma í veg fyrir frekari verkfallsaðgerðir,“ sagði í yfirlýsingunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí