Bretland og Þýskaland miðstöðvar peningaþvættis í fasteignum

Borgaryfirvöld í Berlín og London hafa þurft að glíma við umfangsmikið peningaþvætti í fasteignaviðskiptum undanfarin áratug. Hafa yfirvöld Bretlands og Þýskalands reynt að stemma stigu við vandamálinu með því að herða reglur og auka eftirlit. „Illa fengið fé leitar einna helst í dýrar lúxusíbúðir og hefur þannig bæði áhrif á framboð og verð,“ segir í frétt the Guardian.

Transparency International metur það í nýjustu skýrslu sinni um peningaþvætti að Berlín sé einna mest útsett og að setja þurfi frekari reglur í Þýskalandi sem geri fjárfestum erfiðara fyrir að nota illa fengið fé á fasteignamörkuðum. Það sama gildir um London og Bretland allt.

En Transaprency international telur að fimm milljarðar punda hafi farið í gegnum breskan fasteignamarkað sem peningaþvætti á undanförnum áratug. Belgía er á sama hátt metin sem ein miðstöð peningaþvættis af Bandarískum yfirvöldum, ásamt Hollandi, Spáni og Kýpur.

Í frétt á BBC sagði Margaret Hodge þingkona Verkamannaflokksins „að stjórnvöld þyrftu að gera allt til að stöðva flæði af ólöglegu fé inn á fasteignamarkaðinn í eitt skipti fyrir öll … því annars sýndi það sig að þau væru ginkeypt fyrir því.”

Christoph Trautvetter sérfræðingur í skattamálum og spillingu segir í frétt á ExBerliner að notkun fjárfestingarsjóða sé algeng leið til að fela raunverulegt eignarhald og til að þvo peninga í fasteignaviðskiptum. Trautvetter sem leiðir verkefni Rosa Luxembourg-sjóðsins í Berlín sem ber heitið Hver á borgina?, segir það eiginlega ómögulegt sé að rekja eignarhald og uppruna þeirra fjármuna sem þaðan koma inn á fasteignamarkaðinn. 

Nýjar reglur til varnar peningaþvætti á fasteignamörkuðum í Þýskalandi eru líklegar til þess að landið bæti frammistöðu sína sem hafi áhrif á Basel stuðulinn, en hann er notaður til að mæla virkni landa í vörnum gegn peningaþvætti. Í fyrra fékk Þýskaland stuðulinn 4,21 og lenti í 15. sæti yfir ríki með bestu varnir gegn peningaþvætti í vestur Evrópu. Í skýrslu fyrir árið 2021 frá International Centre of Asset Recovery sem reiknar út Basel stuðulinn var löndum Evrópu raðað upp miðað við löggjöf og virkni og lenti þar Belgía í 12. sæti með stuðulinn 3,94, Bretland var í 13 sæti með 4,05 og Ísland í 14. sæti með 4,21. Í skýrslunni var það sérstaklega tekið fram að Ísland skoraði hátt í svokölluðu “tæknilegu samræmi” í vörnum gegn peningaþvætti en fékk núll hvað varðar virkni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí