Greiðslubyrðin hækkað um allt að 210 þúsund krónur á mánuði

Dýrtíðin 2. nóv 2022

„Versta dæmið sem ég fékk var frá manni sem var með 70 milljóna húsnæðislán á breytilegum vöxtum en í júlí 2021 var vaxtabyrðin 206.304 kr. En í nóvember var vaxtabyrðin komin í 416.959 og hafði hækkað um 210 þúsund,“ skrifar Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, á Facebook.

Eftir færslu Vilhjálms í gær um hækkun greiðslubyrði hefur rignt yfir hann fleiri dæmum. Svo mörgum að hann óskar eftir að fólk hætti að senda honum myndir af greiðsluseðlum. Myndin sé orðin skýr.

„Rétt er að minna enn og aftur á að á næstu 12 til 36 mánuðum munu 634 milljörðum sem bera í dag fasta vexti húsnæðislána losna og færast yfir í breytilega vexti sem mun þýða gríðarlega aukningu á vaxtabyrði heimilanna sem mun nema tugum ef ekki hundruð þúsunda á mánuði,“ skrifar Vilhjálmur.

Vilhjálmur sagðist í gær hafa fengið skilaboð inn á samningafund frá manni sem sendi honum greiðsluseðla af húsnæðisláni sínu til að sýna honum hvernig greiðslubyrðin hefði aukist frá 1. janúar 2021 til 1. nóvember 2022.

Á greiðsluseðlinum frá árinu 2021 nam mánaðarleg greiðsla 202.262 kr. En á síðasta greiðsluseðli nam mánaðarleg greiðsla 328.670 kr. og hafði því hækkað um á 22 mánuðum um 126.503 kr. Eða sem nemur 63% og til að hafa ráðstöfunartekjur uppá 126 þúsund þarf launamaður að hækka í launum sem nemur 190 þúsundum á mánuði, að teknu tilliti til skatta.

„Því fer víðs fjarri að svona upplýsingar á aukningu á greiðslubyrði berist sjaldan til mín en það var hálf kaldhæðnislegt að fá svona upplýsingar á miðjum samningafundi með Samtökum atvinnulífsins,“ skrifaði Vilhjálmur í gær. „En mér var ljúft og skylt að upplýsa á fundinum um þessar upplýsingar. Enda snúast þessar kjaraviðræður um þær gríðarlegu kostnaðarhækkanir sem launafólk og heimili hafa þurft að þola að undanförnu.“

Það er morgunljóst að komandi kjaraviðræður verða að taka mið af því að lækka vexti, leigu og annan framfærslukostnað heimilanna og þar verða allir að leggja sitt af mörkum, stjórnvöld, sveitarfélög, Seðlabankinn, fjármálakerfið, matvælaverslanir eða með öðrum orðum allir!“ skrifar Vilhjálmur í dag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí