Opin stjórnmálafundur verður haldinn í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 4, klukkan 13:30 í dag, sunnudag undir yfirskriftinni Baráttuleiðir alþýðunnar. Þar tala fulltrúar frá verkalýðshreyfingu, samtökum leigjenda, innflytjenda og fátæks fólks auk annarra um hvernig alþýða manna getur bætt hag sinni og réttindi. Hvaða leiðir duga best og hver eru markmiðin?
Á fundinum tala meðal annarra Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar, Guðmundur Hrafn Arngrímsson formaður Leigjendasamtakanna, Ian Mcdonald frá óstofnuðu félagi innflytjenda, Laufey Ólafsdóttir frá Pepp – félagi fólks í fátækt og Sanna Magdalena Mörtudóttir frá borgarstjórnarflokki Sósíalista. Viðfangsefni þeirra er allt það sama: Hvernig getur láglaunafólk, leigjendur, innflytjendur og aðrir undirsettir hópar ná að breyta samfélaginu.
Á eftir stuttum inngangserindum verða almennar umræður meðal gesta. Boðið verður upp á kaffiveitingar gegn frjálsum framlögum. Á fundinum verður Vorstjarnan kynnt, styrktarsjóður sem styður við hagsmunabaráttu hópa sem hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til að heyja sína baráttu. Og sagt verður frá Samstöðinni, umræðu- og fréttamiðli í mótun.
Fundur er liður í svokölluðu Sósíalistaþingi, en fyrr um morguninn heldur Sósíalistaflokkur Íslands aðalfund sinn. Fundurinn í eftirmiðdaginn er hins vegar opinn öllu áhugafólki um réttlætisbaráttu almennings.
Fundurinn verður sendur út á Samstöðinni.