Ákall um vopnahlé háþrýstiþvegið um leið

Starfsmenn borgarinnar voru ekki lengi að háþrýstiþvo risastórt graffiti ,,Vopnahlé strax!“ sem spreyjað var í skjóli nætur fyrir framan Alþingishúsið sem ákall.

Ólafur Ólafsson myndlistarmaður harmar það að ákall um vopnahlé sem spreyjað var á stéttina fyrir framan Alþingishúsið skuli ekki hafa fengið að vera í friði. Ekki er vitað hverjir stóðu að graffiti-verkinu en það hefði sannarlega mátt flokka það sem listaverk og jafnvel ,,nota“ til að treysta í sessi fallandi friðarásýnd íslensku þjóðarinnar, því þótt Friðarsúlan spilli myrkrinu er friðurinn í skjaldarmerki Íslands í hættu vegna svaðilfara stjórnmálafólksins.

Listamaðurinn biður í bréfi til borgarstjóra um að fá að gera nýtt verk á sama stað til að ítreka kröfu um ,,Vopnahlé strax!“

Á samfélagsmiðilssíðu sína ritar Ólafur:

Kæri borgarstjóri Dagur B. Eggertsson,

Í gær eða fyrradag tók eða tóku sig einhver til og rituðu þetta mikilvæga og áríðandi ákall um vopnahlé á Gaza: VOPNAHLÉ!!! STRAX!!! á götuna framan við Alþingi Íslands. Snarlega voru skilaboðin háþrýstiþvegin burt af starfsfólki borgarinnar. Við íbúar Íslands stöndum með palestínsku þjóðinni og því voru vonbrigði okkar ólýsanleg yfir því að Ísland hefði setið hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðu þjóðanna og ekki skrifað undir ákall um Vopnahlé á Gaza! og að öllu gíslum sé sleppt úr haldi!

Íbúar Íslands standa því með skilaboðunum sem voru rituð á götuna framan við Alþingi okkar Íslendinga og við erum því líka sár og reið yfir því að þetta skýra ákall um frið í Palestínu, að drápum á saklausum borgurum linni, hafi verið háþrýstiþvegið burt!

Við krefjumst þess öll að Ísland leiðrétti sinn kúrs og krefjist afdráttarlaust vopnahlés á Gaza og að öllu gíslum verði sleppt (eins og skírt var krafist í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna sem Ísland kaus ekki að styðja og varð okkur öllum til ævarandi skammar) og óskum þess því hér með að fá að mála þessi skilaboð aftur á götuna framan við Alþingi eða á aðra sambærilega mikilvæga götu í borginni eða vegg.

Kæru vinir, þið sem eruð sammála þessari ósk, megið endilega afrita textann og pósta sem ykkar orðum og setja við þessar eða aðrar mynd/ir af götuverkinu.

☮️☮️☮️❤️❤️❤️✊✊✊#FreeGaza#FreePalestine#vopnahléstrax#CeaseFireNow

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí