Skýr skilaboð til Alþingis: „VOPNAHLÉ STRAX!“

Skilaboð til stjórnvalda gerast varla skýrari: Á stéttina fyrir utan Alþingishúsið er ritað hástöfum með spreyi á stein: VOPNAHLÉ STRAX ! Væntanlega er átt við vopnahlé á Gaza enda hafa stjórnvöld brugðist væntingum almennings um neyðaraðgerðir vegna óorðanlega hræðilegs ástands í Palestínu vegna óhefts yfirgangs Ísraelshers sem hefur orðið þúsundum barna að bana á undanförnum vikum.

Ekki er vitað hverjir gerðust sekir um þessa borgaralegu óhlýðni en fyrst kom lögregla á vettvang og síðan hreinsunardeild borgarinnar svo brátt munu vegsummerki glæpsins hverfa.

En myndir af þessu stóra graffíttíi fara um gervalla samfélagsmiðla og verða seint strokaðar út.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí