Krefjast aðgerða vegna kreppunnar

Dýrtíðin 21. nóv 2022

Evrópusamband verkalýðsfélaga hefur birt ákall þar sem þess er krafist að stjórnmálamenn í álfunni fari að vilja almennings og bregðist við réttmætum kröfum launafólks um aðgerðir til að lina afleiðingar afkomukreppunnar. 

Í ákalli sambandsins segir að laun séu ekki orsök þeirrar miklu verðbólgu sem nú geisar víða um lönd. Kreppan bitni af mestum þunga á launafólki sem verði fyrir kaupmáttarskerðingu vegna mikilla hækkana á nauðsynjavörum. Þessi þróun ýti enn frekar undir ójöfnuð þar sem láglaunafólk verði fyrir mestum búsifjum.  

Atvinnurekendur, stjórnvöld og Evrópusambandið séu skyldugir til að grípa þegar í stað til ráðstafana til að bregðast við afkomukreppunni með því að hækka laun, koma nauðstöddum fjölskyldum til hjálpar og auka skattlagningu á ofsagróða og auðmagn. 

Evrópusamband verkalýðsfélaga, ETUC, krefst þess að áætlun í sex liðum verði hrundið af stað hið fyrsta: 

  1. Laun verði hækkuð til að bregðast við hækkunum á nauðsynjum og tryggt verði að launafólk fái hlutdeild í aukinni framleiðni. 
  2. Launafólk sem á í erfiðleikum með að standa undir greiðslum vegna verðhækkana á orku, matvælum og húsaleigu fái beinan fjárhagslegan stuðning. Allir eigi rétt á að viðunandi húsnæði og að hafa ráð á að kaupa mat. 
  3. Verðþak verði sett á orku og umframhagnaður orkufyrirtækja og annarra verði skattlagður. Komið verði í veg fyrir spákaupmennsku með orku og matvæli. 
  4. Stjórnvöld í Evrópuríkjum og Evrópusambandið grípi til aðgerða til að verja kjör og störf í iðnaði, þjónustu og almannaþjónustu. 
  5. Umbætur verði gerðar á evrópska orkumarkaðinum. Viðurkennt verði að orka teljist almannagæði og fjárfest verði í innviðum á því sviði.  
  6. Verkalýðsfélögum verði tryggt sæti við borðið þar sem ákvarðanir eru teknar um hvernig bregðast skuli við kreppunni. Reynslan sýni að þannig megi ná árangri. 

Segir í lok ákallsins að stjórnvöld og Evrópusambandið geti ekki leitt kreppuna hjá sér og beðið þess að henni linni. Verði ekkert að gert eða gripið til rangra aðgerða á borð við vaxtahækkanir, frystingu launa og niðurskurð opinberra útgjalda verði afleiðingarnar skelfilegar.  

Innan ETUC starfa 93 verkalýðsfélög og tíu evrópsk verkalýðssamtök með samtals 45 milljónir félaga í 41 Evrópuríki.  

Frétt af vef Alþýðusambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí