Laun borgarfulltrúa verði fryst

Borgarmál 14. nóv 2022

Borgarfulltrúar Sósíalista í Reykjavík munu leggja fram tillögu fyrir borgarstjórn sem felur í sér að laun kjörinna fulltrúa verði fryst á næsta ári, 2023. Með þessu myndi borgin spara sér 29 milljónir króna.

Grunnlaun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast tvisvar á ári, í janúar og júlí. Í tillögunni er lagt til að laun hækki ekki á þessum mánuðum árið 2023.

Í tillögunni segir að frá og með janúar 2024 verði síðan þróun launavísitölu tekin upp á ný, þó þannig að ekki komi til afturvirkra hækkana á lanum. Þá verði miðað við þróun launavísitölunnar síðustu 6 mánuði á undan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí