Laun borgarfulltrúa verði fryst

Borgarmál 14. nóv 2022

Borgarfulltrúar Sósíalista í Reykjavík munu leggja fram tillögu fyrir borgarstjórn sem felur í sér að laun kjörinna fulltrúa verði fryst á næsta ári, 2023. Með þessu myndi borgin spara sér 29 milljónir króna.

Grunnlaun borgarfulltrúa og fyrstu varaborgarfulltrúa miða við þróun launavísitölu frá marsmánuði 2013 og uppfærast tvisvar á ári, í janúar og júlí. Í tillögunni er lagt til að laun hækki ekki á þessum mánuðum árið 2023.

Í tillögunni segir að frá og með janúar 2024 verði síðan þróun launavísitölu tekin upp á ný, þó þannig að ekki komi til afturvirkra hækkana á lanum. Þá verði miðað við þróun launavísitölunnar síðustu 6 mánuði á undan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí