Líka kosið um strangari húsaleigulög í Bandaríkjunum

Kjósendur átta borga í Kaliforníu kjósa um hertari húsaleigulöggjöf samhliða þingkosningunum sem fara fram í Bandaríkjunum í dag. Mismunandi er um hvað er kosið í borgunum átta, þar sem borgaryfirvöld reka sínar eigin stefnur í húsnæðismálum. Reglur um leigumarkaðinn er mismunandi á milli borga og ekki síst á milli fyljanna sjálfra.

Samtökin Tenants together í Kaliforníu hvetja leigjendur til að mæta á kjörstað, en kosningaþátttaka þeirra hefur verið lægri en á meðal fasteignaeigenda í Bandaríkjunum. Helst það í hendur við minnkandi trú á lýðræðið eftir því sem eignastaðan er veikari. Einnig benda samtökin á að óstöðugleiki fólks á húsnæðismarkaði dragi enn frekar úr kosningaþátttöku vegna ítrekaðra flutninga.

Borgirnar átta eru Oakland, San Francisco, Berkely, Richmond, Santa Monica, Los Angeles, Pasadena og Sacramento.

Á meðal þess sem kosið er um er að hækka skatta á spákaupmenn sem eiga tómar íbúðir, að herða á leigubremsu og taka fyrir frekari hækkanir á húsleigu, meiri réttarvernd ásamt því skattleggja eigendur dýrra íbúða sem færi í að niðurgreiða húsnæði fyrir leigjendur.

Leigjendur í Kaliforníu hafa vakið mikla athygli í Bandaríkjunum undanfarin misseri fyrir að hafa verið iðnir við að fara í leiguverkföll þegar ekki hefur tekist að semja um sanngjarna leigu. Vinsældir þannig aðgerða hafa vaxið mikið í fylkinu því að árangurinn hefur ekki látið á sér standa því margir fjárfestar á fasteignamarkaði hafa þurft að lúta í lægra haldi fyrir leigjendum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí