Manntalið fækkar landsmönnum um tæp tíu þúsund

Fyrstu fréttir af manntali Hagstofunnar sem miðast við 1. janúar 2021 sýnir að landsmenn eru færri en þjóðskrá segir til um. Þjóðskrá segir að hér hafi búið tæplega 369 þúsund manns en manntalið fann bara rúmlega 359 þúsund. Meginástæðan er að í þjóðskrá er talið fólk með lögheimili á Íslandi en sem býr í reynd erlendis.

Þetta er fyrstu tíðindi úr manntalinu, en Hagstofuna mun birta niðurstöður sínar á næstu mánuðum og árum. Ekki kemur fram hvort skekkjan sé vegna þess að íslenskir ríkisborgarar á eftirlaunum búi erlendis eða hvort erlendir ríkisborgarar sem hér unnu um hríð séu enn skráðir hér. Eða hvort tveggja.

Þessi niðurstaða byggir á tölfræðilíkani sem myndi kallast tilviljunarkenndur skógur upp á íslensku. Hagstofan leitaði fólk ekki uppi í raunheimi heldur vann úr ýmsum gögnum og áætlaði út frá því.

Síðast var gert manntal árið 2011. Hlutfallsleg breyting á þessum tíu árum var þessi, skipt eftir talningarsvæðum manntalsins:

Svæði yfir fjölgun á landinu, sem var 13,8%:

Reykjanesbær: Njarðvíkur, Ásbrú og Hafnir: +53,6%
Mosfellsbær og Kjós: +40,5%
Kópavogur: Vatnsendi: +40,0%
Hafnarfjörður: Vellir: +36,4%
Reykjavík: Grafarholt og Kjalarnes: +35,7%
Árborg: +30,9%
Akureyri: Ofan Brekku: +28,5%
Garðabær: +27,9%
Kópavogur: Kársnes: +26,7%
Árnessýsla án Árborgar: +17,8%
Suðurnes án Reykjanesbæjar: +17,8%
Reykjavík: Hlíðar: +15,7%
Reykjavík: Laugardalur vestur: +15,7%
Kópavogur: Smárinn og Fífuhvammur: +15,2%
Skaftafells- og Rangárvallasýslur: +14,9%
Reykjavík: Miðborg: +14,2%

Svæði undir meðaltalinu:

Akranes: +13,7%
Kópavogur: Digranes: +12,8%
Reykjanesbær: Keflavík: +12,1%
Reykjavík: Efra og neðra Breiðholt: +10,0%
Reykjavík: Árbær: +9,6%
Seltjarnarnes: +9,3%
Reykjavík: Háaleiti og Bústaðahverfi: +8,3%
Reykjavík: Laugardalur austur: +7,3%
Reykjavík: Vesturbær suður: +7,0%
Hafnarfjörður: Suðurbær: +6,5%
Hafnarfjörður: Norðurbær: +6,2%
Reykjavík: Seljahverfi: +6,2%
Reykjavík: Grafarvogur suður: +5,9%
Fjarðabyggð: +4,5%
Austurland án Fjarðabyggðar: +4,0%
Reykjavík: Vesturbær norður: +2,8%
Vestfirðir: +1,2%
Akureyri: Brekkan, Innbær, Oddeyri og eyjar: +0,8%
Þingeyjarsýslur austan Eyjafjarðar: +0,3%
Vestmannaeyjar: +0,1%

Svæði þar sem fólki fækkaði:

Hafnarfjörður: Setberg og Ásland: -0,1%
Húnaþing og Skagafjörður: -0,2%
Eyjafjörður án Akureyrar: -0,7%
Vesturland án Akraness: -3,0%
Reykjavík: Grafarvogur norður: -3,3%
Akureyri: Utan Glerár: -4,9%

Þetta má draga saman í að landsmönnum hafi fjölgað mest í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins en miklu fremur í bæjarfélögum í innan við klukkustundar akstri frá Reykjavík. Fækkun eða stöðnun er helst í þeim hverfum höfuðborgarsvæðis og á Akureyri sem byggðust upp fyrir nokkrum áratugum (börnin eru flutt að heiman, færri í hverju húsi) og á svæðum sem ekki njóta uppgangs ferðamannastraumsins, svo sem Vesturland og Norðurland vestra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí