Mistök Seðlabankans leiddu til gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði

Húsnæðismál 24. nóv 2022

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir segir í pistli að ríkisstjórnin geri launafólk ábyrgt fyrir hagstjórn landsins. Hún segir að það hafi verið mistök Seðlabanka Íslands sem leiddu til gríðarlegrar hækkunar á fasteignaverði og í kjölfarið valdið mikilli verðbólgu sem leitt hefur til þeirrar framfærslukrísu sem almenningur er í.

Sigríður Ingibjörg segir að í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sé ekki brugðist við þessum mikla vanda sem blasir við launafólki og í frumvarpinu sé þvert á móti boðað til niðurskurðar í stryktarkerfunum.

„Staðan sem blasir við núna er sú að mistök Seðlabankans leiddu til gríðarlegrar hækkunar fasteignaverðs, sem gerir fólk erfiðara fyrir að komast inn á húsnæðismarkaðinn, og verðbólgu sem veldur því að ráðstöfunartekjur launafólks duga skammt fyrir nauðsynjum. Vaxtahækkanir bankans til að bregðast við verðbólgu bitna síðan verst á skuldsettum heimilum. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar er ekki að bregðast við þeim vanda sem blasir við launafólki. Þvert á móti boðar það niðurskurð á barnabótum, húsnæðisbótum, vaxtabótum og stofnframlögum til almennra íbúða.“

Byggja þarf 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum
Bendir hún á vegna uppsafnaðrar þarfar og fólksfjölgunar þurfi að að byggja 20 þúsund íbúðir á næstu fimm árum og segir að bandalög launafólks hafi lagt ríka áherslu á húsnæðismál í aðdraganda kjarasamninga.

„BSRB hefur, ásamt ASÍ, BHM og KÍ, lagt ríka áherslu á húsnæðismál nú í aðdraganda kjarasamninga enda er viðráðanlegur húsnæðiskostnaður ein af undirstöðum lífskjara launafólks. Samtökin hafa fylgt kröfum sínum eftir gagnvart stjórnvöldum og átt samráð um aðgerðir.

Frétt af vef Sameykis, lesa má pistil Sigríðar Ingibjargar hér: Húsnæðismál eru kjaramál.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí