Mohammed er kominn aftur heim

Mohammed Alkurd, flóttamaður frá Palestínu, fékk engar upplýsingar um að það ætti að vísa honum úr landi í síðustu viku. Hann var gripinn af lögreglunni, settur í handjárn og húfuna hans dregin niður fyrir augun. Í Grikklandi mætti honum gatan en þökk sé góðum vinum á Íslandi kom hann aftur heim í gær.

Mohammed flúði frá heimalandi sínu Palestínu 2018 en þar hafði hann mátt þola mikið ofbeldi af hálfu Ísraelska ríkisins. Heimilið hans varð fyrir sprengjuárás, meðan fjölskylda hans var inni í húsinu. Hann hefur hann misst ófáa vini og ættingja, meðal annars föður sinn, vegna ofbeldis af hálfu Ísraelsríkis.

Þegar Mohammed flúði land fór hann í langt og einmanalegt ferðalag. Hann fór til Tyrklands, Grikklands, Rúmeníu og svo aftur til Grikklands. Loks komst hann til Íslands þar sem umsókn hans um vernd er ennþá í vinnslu. 

Hann segir staðhæfingar íslenskra ráðherra og þingmanna fráleitar um að aðstæður fyrir hælisleitendur á Grikklandi séu góðar. Gríðarlegur fjöldi flóttafólks sefur á götum úti. Mohammed ætlar sér að birta fleiri myndir og myndbönd af aðstæðunum í Grikklandi.

Hlýðið á viðtalið til að heyra meira um upplifun Mohammeds í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí