Mohammed er kominn aftur heim

Mohammed Alkurd, flóttamaður frá Palestínu, fékk engar upplýsingar um að það ætti að vísa honum úr landi í síðustu viku. Hann var gripinn af lögreglunni, settur í handjárn og húfuna hans dregin niður fyrir augun. Í Grikklandi mætti honum gatan en þökk sé góðum vinum á Íslandi kom hann aftur heim í gær.

Mohammed flúði frá heimalandi sínu Palestínu 2018 en þar hafði hann mátt þola mikið ofbeldi af hálfu Ísraelska ríkisins. Heimilið hans varð fyrir sprengjuárás, meðan fjölskylda hans var inni í húsinu. Hann hefur hann misst ófáa vini og ættingja, meðal annars föður sinn, vegna ofbeldis af hálfu Ísraelsríkis.

Þegar Mohammed flúði land fór hann í langt og einmanalegt ferðalag. Hann fór til Tyrklands, Grikklands, Rúmeníu og svo aftur til Grikklands. Loks komst hann til Íslands þar sem umsókn hans um vernd er ennþá í vinnslu. 

Hann segir staðhæfingar íslenskra ráðherra og þingmanna fráleitar um að aðstæður fyrir hælisleitendur á Grikklandi séu góðar. Gríðarlegur fjöldi flóttafólks sefur á götum úti. Mohammed ætlar sér að birta fleiri myndir og myndbönd af aðstæðunum í Grikklandi.

Hlýðið á viðtalið til að heyra meira um upplifun Mohammeds í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí