Ný forysta Samfylkingar lokar á umræðu á Facebook

Stjórnmál 11. nóv 2022

Framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar hefur tilkynnt félagsmönnum að hún hyggist loka umræðusíðu flokksins á Facebook. Facebook hópurinn hefur verið virkur í mörg ár og er aðeins aðgengilegur félagsmönnum flokksins. 

Þetta tilkynnti Guðmundur Ari Sigurjónsson í dag en hann tók við sem formaður framkvæmdastjórnar eftir að hafa sigrað Kjartan Valgarðssin í kjöri. Guðmundur Ari hefur leitt starf flokksins á Seltjarnarnesi undanfarin ár. Athygli vekur að Guðmundur leyfir ekki athugasemdir við tilkynninguna sem hann birti í hópnum í dag.

Töluverðar deilur hafa staðið yfir um hópinn eftir að fyrri framkvæmdastjórn, undir forystu Kjartans, breytti reglunum og innleiddi ritskoðunarstefnu. Þrátt fyrir að hópurinn sé lokaður og aðeins opinn flokksfólki fengust innlegg ekki birt nema með samþykki ritstjórnar sem skipuð er stjórnendum innan í flokknum.

Í tilkynningunni segir Guðmundur að öll framkvæmdastjórnin sé sammála um að flokkurinn eigi ekki að bera ábyrgð á „þessum umræðuhópi með ritskoðun eða öðrum leiðum“. Stjórnin vilji þó ekki opnar umræður innan hópsins og hafi því ákveðið að loka honum.  Öllum sé hins vegar frjálst að stofna umræðuhópa á Facebook en „þeir hópar verða bara ekki í nafni flokksins eða á ábyrgð hans“.

Í apríl í fyrra greindi DV frá því að mikill titringur væri innan flokksins eftir að innlegg frá fyrrum framkvæmdastjóra hans, Karenu Kjartansdóttur, var eytt úr hópnum án útskýringa. Á sama tíma skrifaði Birgir Dýrfjörð sem lengi hefur átt sæti í flokksstjórn grein á Vísir.is þar sem hann gagnrýndi harðlega það sem hann kallaði ritskoðun og pólitískar hreinsanir: „Það var því skelfileg árás á heilög grunngildi lýðræðis jafnaðarmanna þegar sjö manna stjórn Samfylkingarinnar, formaður meðtalinn, (öll fullorðið fólk) gaf út sameiginlega yfirlýsingu um ritskoðun á lokuðum innri samskiptavef (facebook) Samfylkingarinnar.“

Birgir hóf grein sína á orðum franska heimspekingsins Voltaire:

„Ég fyrirlít skoðanir þínar, en ég er reiðubúinn að fórna lífi mínu fyrir rétt þinn til að tjá þær“.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí