Siðanefnd segir Reyni vanhæfan til að skrifa um Wessman

Fjölmiðlar 3. nóv 2022

Siðanefnd Blaðamannafélags Íslands hefur úrskurðað að umfjöllun Reynis Traustasonar á Mannlíf um Róbert Wessman sé alvarlegt brot á siðareglum. Ástæðan er ekki efnisatriði umfjöllunarinnar heldur sú staðreynd að Reynir hefur þegið greiðslur frá Halldóri Kristmannssyni vegna bókaskrifa, en þeir Halldór og Róbert hafa staðið í langvarandi illvígum deilum.

Þessi úrskurður er einsdæmi. Í honum segir ekki að Reynir hafi brotið siðareglur með því að þiggja frá einum málsaðila til að skrifa illa um annan. Úrskurðurinn metur ekki hvað dreif Reyni áfram í skrifunum, en segir að með því að þiggja fé frá Halldóri hafi Reynir orðið vanhæfur til að skrifa um Róbert. En hann hafi ekki látið það stöðva sig. Miðað við umfang umfjöllunarinnar er þessu öfugt farið. Í úrskurðinum kemur fram að Reynir skrifaði 28 greinar á tæpu hálfu ári um Róbert Wessman, hatursmann Halldórs.

Í úrskurðinum segir að þær greinar sem Reynir birti eftir að fyrri úrskurðurinn féll um vanhæfi Reynis sé mjög alvarlegt brot á siðareglum.

Í vörn sinni hafnaði Reynir því að tengsl hans við Halldóri hafi ráðið för. Í útdrætti af erindi Reynis til siðanefndar í úrskurðinum kemur fram að hann hafi bent á innbrot á skrifstofu Mannlífs þar sem gögnum var stolið og að þau gögn hafi brotist til Róberts. Reynir kvartar yfir áhugaleysi siðanefndar á þessum brotum og segir siðanefndina fremur hafa lagt sig í líma við að ganga erinda auðmanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí