Sprengjuárás í Istanbul um helgina

Sex létust og allt að 81 eru slasaðir eftir að sprengja sprakk við vinsæla verslunargötu Istiklal Avenue í miðborg Istanbul í Tyrklandi síðdegis í gæ

Recep Tayyip Erdogan tyrklandsforseti var staddur á fundi G20 ríkjanna í Indónesíu þegar sprengjan sprakk en hann tilkynnti viðstöddum um atburðinn áður en hann yfirgaf samkunduna. Bæði Erdogan og Fuat Oktay varaforseti landsins sögðu í gær að um sjálfsmorðsárás hafi líklega verið að ræða. Í dag var Sýrlensk kona handtekin grunuð um að hafa komið sprengjunni fyrir. Kúrdískir vígamenn eru saagðir hafa ráðið konuna og hafa 46 manns verið handteknir í tengslum við málið. Mikill mannfjöldi og erill er á sunnudögum við götuna sem sprengjan sprakk á og tala látinna gæti átt eftir að aukast.

Yfirvöld í Tyrklandi segja konuna hafa tengsl við Verkalýðsflokk Kúrda en hún á að að hafa verið þjálfuð af Kúrdum í Sýrlandi og hafa komist yfir til Tyrklands í gegnum Afrin norðvestur af Sýrlandi.

Kúrdíski verkalýðsflokkurinn, Partiya Karkerên Kurdistanê‎ einnig þekktur sem PKK, er stjórnmálaflokkur og skæruliðahreyfing sem hefur haft starfsemi í kúrdísku héruðum Tyrklands, Íran, Írak og Sýrlandi. Hreyfingin var stofnuð í Tyrklandi árið 1974 og markmið hennar til að byrja með stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda en undanfarin ár hefur hún einbeitt sér meira að sjálfstjórn kúrdískra héraða og fer meirihluti starfsemi hennar fram í suðaustur-hluta Tyrklands og eru flestir meðlimir hennar þaðan, þar á meðal stofnandi flokksins Abdullah Öcalan. Flokkurinn hefur átt í átökum við Tyrkneska ríkið síðan 1984 með vopnahlé á árunum 2013-2015.

Sprengjuárásin á sunnudaginn er sú fyrsta í um árabil í Tyrklandi en röð alvarlegra sprengjuárása á ábyrgð ISIL (ISIS) og skæruliðasveita Kúrda áttu sér stað þar ítrekað milli 2015-17

Samkvæmt fréttastöðinni Aljazeera er tímalína árásanna eftirfarandi:

Júlí 2015: 30 létust og 100 særðust eftir að sprengja sprakk í bænum Suruc í suðaustur Tyrklandi við Landamæri Sýrlands.

Ágúst 2015:
 Sprengjuárás á lögreglustöð í Istanbul þar sem fimm lögreglumenn særðust og tveir óbreyttir borgarar.

Október 2015: Tvær sprengjur sprungu á gatnamótum í miðborg Ankara með þeim afleiðingum að 95 manns létust og hátt í 200 særðust.

Febrúar 2016: Bílsprengja sprakk í Ankara með þeim afleiðingum að 28 manns létust og 60 voru særðir.

Mars 2016: Bílsprengja sprakk í Ankara með þeim afleiðingum að 37 manns létu lífið og 70 manns særðust illa.

Mars 2016: Sjálfsmorðsprengjutilræði átti sér stað við Istiklal götu, við Taksim torg í miðborg Istanbul þar sem í það minnsta fimm létu lífið og 36 voru særðir.

Júní 2016: Sprengjutilræði átti sér stað á Alþjóðaflugvellinum Atatuk í Istanbul þar sem 41 lét lífið og 239 særðust.

Agúst 2016:
 Sjálfsmorðsárás átti sér stað við brúðkaupsathöfn í suðausturhluta Tyrklands í Gaziantep héraði nálægt sýrlensku landamærunum þar sem 50 manns létu lífið og tugir slösuðus.

Október 2016: Bílsprengja sprakk á herstöð í Hakkari héraði í suðausturhluta Tyrklands þar sem 18 manns létust.

Nóvember 2016: Bílasprengja varð 9 manns að bana á Kúrdísku sjálfstjórnarsvæðinu í suðausturhluta Tyrklands. ISIL lýsti yfir ábyrgð á ódæðinu.

Desember 2016: Tvær sprengjur sprungu í Istanbul sem urðu 38 manns að bana (aðallega starfsfólki lögreglunnar) og særðu um 160 manns.

Janúar 2017: Árás var gerða á fullan næturklúbb í Istanbul með þeim afleiðingum að 39 manns létust og tugir særðust.

Janúar 2017: Sprengja sprakk utan við dómshús í Tyrknesku borginni Izmir þar sem tveir létust og nokkrir aðrir særðust.

Júlí 2019:
 Bílsprengja varð í það minnsta þremur að bana í bænum Reyhanli í suðurhluta Tyrklands rétt við Sýrlensku landamærin:

September 2019: Sprenging sem komið var fyrir með fjarstýrðum búnaði á vegi olli nokkrum dauðsföllum og særði tugi manns í Diyarbakir héraði í Tyrklandi þegar hópferðabíll átti leið um:

Nóvember 2022: Sprengja varð 6 manns að bana og særði 13 alvarlega þegar hún sprakk við erilsama götu í miðborg Istanbul nú á sunnudaginn 13. nóvember.

Þetta eru allt í allt í það minnsta 404 dauðsföll og um þúsund manns sem hafa særst í slíkum árásum í Tyrklandi á síðustu 7 árum.

Myndin er af syrgjandi við sprengjustaðinn í dag.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí