Stórt verkfall lamar Kaliforníuháskóla

Stærsta verkafall ársins í Bandaríkjunum stendur yfir þar sem nærri fimmtíu þúsund starfsmenn Kaliforníuháskóla hafa lagt niður störf. Um er að ræða kennarar, aðstoðarkennarar, fræðafólk og nýdoktorar sem þrýsta á um betri kjör. Auk þess að fara fram á hærri laun er kallað eftir úrbótum í húsnæðismálum, leiguþaki, og að húsnæðiskostnaður starfsfólks veðri ekki meiri en 30% af launum. Þá er farið fram á niðurgreiðslu á samgöngu og leikskólakostnaði.

Verkalýðsfélögin á svæðinu krefjast hærri launa og vísan til síhækkandi framfærslukostnaðar, sérstaklega í tengslum við mikla verðbólgu og hækkandi húsaleigu. Í nýlegri könnun kom í ljós að 92% stúdenta sem starfa hjá háskólanum og 61% nýdoktora eyða meira en þriðjungi tekna sinna í húsnæðiskostnað. En líkt og á Íslandi hefur húsnæðiskostnaður aukist mikið síðustu árin í flestum fylkjum Bandaríkjanna og sérstaklega í stórborgum. 

Verkfallið er talið vera það stærsta í sögu Bandaríkjanna þegar kemur að starfsfólki háskóla. Stúdentasamtök háskólans hvetja nemendur til að styðja verkfallið með því að taka þátt í verkfallsvörslu, hvetja prófessora til að hætta við kennslu og gefa í verkfallssjóði.

Starfsmenn háskólans hafa fengið stuðning frá fylkisþingmönnum sem skrifuðu undir bréf í síðustu viku þar sem varað var við slæmum áhrifum af langvarandi verkfalli. Í bréfinu koma meðal annars fram að háskólinn sé einn besti opinberi háskóli og rannsóknastofnun í heiminum og að það sé ekki síst vegna getu hans til að laða að fjölbreytta og hæfileikaríkt fræðafólk. Það geti hins vegar ekki gengið til frambúðar ef starfsfólk upplifi að það njóti ekki lengur virðingar.

Fjöldi starfsmanna sem tók þátt í verkföllum í Bandaríkjunum á árunum 1973 til 2021.
Fjöldi starfsmanna sem tók þátt í verkföllum í Bandaríkjunum á árunum 1973 til 2021.

Kosningar á Bandarískum vinnustöðum um að ganga í verkalýðsfélög fjölgaði um 58% á fyrstu þremur ársfjórðungum ársins samanborið við árið í fyrra. Samkvæmt Cornell háskóla hefur tíðni verkfalla aukist talsvert á milli ára. Á fyrstu sex mánuðum ársins voru skráð 180 verkföll með þátttöku 78.000 starfsmanna samanborið við 102 verkföll og 26.500 starfsmenn á fyrstu sex mánuðum ársins 2021. Tölurnar eru hins vegar lægri en fyrir faraldurinn og mun lægri en tíðkasti á Bandarískum vinnumarkaði fyrir árið 1990. Til samanburðar má nefna að 1974 tóku hátt í tvær milljónir þátt í verkfallsaðgerðum í landinu. 

Stuðningur við verkalýðsfélög hefur hins vegar ekki verið meiri í Bandaríkjunum síðan 1965 samkvæmt nýjustu könnun Gallup en í dag eru 71% fylgjandi verkalýðsfélögum en aðeins 48% voru það árið 2009.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí