Skjólstæðingar velferðarsvðs Akureyrarbæjar fengu ekki allir hádegismat um helgina þar sem fyrirtækið Eldhús Akureyri lagði skyndilega niður starfsemi sína.
Flest stærri sveitarfélög kaupa þjónustu af einkafyrirtækjum þegar kemur að heimsendum mat en Reykjavíkurborg er þar undantekning. Í Reykjavík er maturinn eldaður í eldhúsi velferðarsviðs við Vitatorg en Kópavogur, Garðabær og Hafnarfjörður hafa útvistað sinni þjónustu á sama hátt og Akureyri. Mosfellsbær rekur sína þjónustu í gegnum hjúkrunarheimilið Eir að Hlaðhömrum.
Þeir sem nýta þjónustu á heimsendum mat eru eldri borgarar og öryrkjar, sumir hverjir með sérþarfir, ófærir um að borða fasta fæðu og qð elda sér sjálfir.
Félagsþjónusta Akureyrar fékk ekki upplýsingar um stöðuna hjá Eldhúsi Akureyri fyrr en á fimmtudaginn eða deginum áður en matarsendingar lögðust af. Ekki liggur ljóst fyrir hvað olli því en til að bregðast við þurfti að virkja bæði starfsfólk stuðningsþjónustunnar sem og aðstandendur. Þá var keyptur matur fyrir flesta skjólstæðingana í gegnum veitingahúsið Vitann til bráðabirgða. Karólína Gunnarsdóttir, sviðsstjóri hjá velferðarsviði Akureyrarbæjar segir að snarræði hafi þurft til að koma í veg fyrir að flestir yrðu matarlausir.
Þrifum og starfsemi mötuneyta á vegum hins opinbera verið útvistað jafnt og þétt á síðustu árum og enn stefnir í aukna einkavæðingu í heilbrigði og velferðarkerfinu. Þá hefur Reykjavíkurborg uppi áform um að bjóða öldruðum skjólstæðingum með heimaþjónustu spjaldtölvur til að panta inn mat í gegnum í. Það yrði í stað þess að bjóða því aðstoð við búðarferðir. Þetta er gert að sænskri fyrirmynd til að bregðast við mönnunarvanda en einangrar vafalaust fólk heima og dregur úr hreyfingu þess.