83,5% bókatitla prentaðir erlendis

Atvinnulíf 6. des 2022

Bókasamband Íslands hefur kannað prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2022. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands eru 109 og fækkar um 3 frá fyrra ári. Hlutfall bókatitla sem eru prentaðir innanlands í ár er 16,5% en var 16,6% árið 2021. Fjöldi titla sem prentaður er erlendis er 551 eða 83,5% en var 563 eða 83,4% í fyrra.

Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 660 í Bókatíðindunum í ár en var 675 árið 2021.

Skoðað var hvert hlutfall prentunar innanlands og erlendis er eftir flokkum.

  • Fræðibækur, bækur almenns efnis og um listir eru alls 141. 42 titlar (30%) voru prentaðir á Íslandi og 99 (70%) erlendis.
  • Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 234. 42 titlar (18%) voru prentaðir á Íslandi og 192 (82%) erlendis.
  • Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru alls 58 titlar. 8 þeirra (14%) voru prentaðir á Íslandi og 50 (86%) prentaðir erlendis.
  • Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru alls 220. 10 titlar (5%) voru prentaðir á Íslandi og 210 (95%) voru prentaðir erlendis.

Nokkrar áhyggjur vekur sú þróun sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug eða svo, en árið 2009 voru 79,6% bókatitla prentaðir á Íslandi skv. sömu mælingu. Rétt er að geta þess að 2009 var hlutfallið með hærra lagi en hefði verið rúmur helmingur áður. Áratug síðar, árið 2019, hafði hlutfallið lækkað niður í 21,7% og hefur sú þróun haldið áfram og stendur nú í 16,5%.

Frétt af vef Alþýðusambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí