Sér samsæri í fjölda mannauðstjóra á Íslandi

Þegar tal berst að svokölluðum bullstörfum, oftast einfaldlega kölluð bullshit störf, í samfélaginu þá eru margir sem nefna fyrst stöðu mannauðsstjóra. Þetta fyrirbæri, bullstarf, er nokkuð sem hefur verið mikið rætt erlendis, sérstaklega eftir að mannfræðingurinn David Graeber gaf þessu fyrirbæri nafn árið 2018 í samnefndri bók.

Í stuttu máli þá eru þetta ýmis störf sem eru gjörsamlega tilgangslaus, en kenningin gengur meðal annars út á að þessi störf hafi sprottið fram til að koma í veg fyrir almenna styttingu vinnuvikunnar, líkt og hagfræðingurinn John Maynard Keynes spáði á sínum tíma. Því eru þessi störf í raun skaðleg fyrir alla verkamenn, samkvæmt kenningunni, en ekki síst fyrir þá sem sinna þeim. Graeber fullyrti í bók sinni að maðurinn væri einfaldlega þannig að þó að starf byði upp á góðar tekjur og nægt frí, þá færi tilgangsleysið að stinga á endanum.

Í bók sinni Bullshit Jobs nefndi Graeber fjölda starfa sem tilgangslaus svo sem lobbísta, lögfræðinga fyrirtækja, upplýsingafulltrúa, starfsmenn í móttöku og mörg önnur sem Íslendingar eru nógu heppnir að þekkja ekki af eigin raun. Einn flokk bullstarfa þekkja Íslendingar þó mætavel en það eru hvers konar millistjórnendur. Graeber kallar millistjórendur „þá sem búa til auka vinnu fyrir þá sem þurfa þess ekki“. Á það hefur verið bent að vandi Landspítalans snúist að talsverðu leyti um að þar starfa allt of margir millistjórnendur. Þá má spyrja sig, þarf að búa til aukavinnu fyrir lækna almennt eða hafa þeir nóg á sinni könnu?

En þó að margir þekki ekki þessa kenningu þá er þó algengt á Íslandi að menn tali um, í gríni og ekki gríni, um störf sem snúast um að senda einn tölvupóst á dag, kannski fleiri í mesta harkinu. Svo má segja að það sé sérstaklega algengt að fólk velti fyrir sér hvað þessir mannauðsstjórar séu eiginlega að gera allan daginn. Einn þeirra sem veltir þessu starfi fyrir sér er blaðamaðurinn Jakob Bjarnar Grétarsson á Vísi, en hann spyr á Facebook:

„Mannauðsstjóri er titill sem hefur verið að gera sig gildandi á undanförnum áratug eða svo. Vitum við um einhvern mannauðsstjóra sem er karlkyns?“

Í athugasemdum eru ekki margir karlar nefndir á nafn sem hafa haft þetta stöðugildi, sem rennir mögulega ákveðnum stoðum undir kenningu Jakobs. Sú kenning er talsvert einfaldari en kenning Graeber en Jakob útskýrir hana í athugasemd:

„Ég var nú bara að þvælast inni á vef stjórnarráðsins, þar sem mikill meirihluti starfsfólks er kvenkyns og þar voru eingöngu kvenmenn mannauðsstjórar. Ég fór að grufla í minni mínu og man bara ekki eftir neinum karlkyns mannauðsstjóra. Ég held einmitt að þessi titill hafi verið fundinn upp beinlínis til að „laga“ kynjahlutfall í efstu lögum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí