Afregluvæðing leiðir til félagslegra undirboða

Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra (B.Í.L.S) sendi þingmönnum opið bréf þar sem þeir eru beðnir um að fresta lagabreytingum um leigubílaakstur þar til reynsla er komin á sambærilega afregluvæðingu í Noregi sem tók gildi þar í landi fyrir tveimur árum síðan. Norðmenn hyggjast gera lagfæringar á sinni löggjöf í ljósi reynslunnar sem er vægast sagt slæm.

Afleiðingar afregluvæðingar í Finnlandi, Svíþjóð og Noregi hafa verið hröð fjölgun í stéttinni, undanskot frá skatti, stór hluti tekna greinarinnar flyst úr landi, óöryggi viðskiptavina, ójöfn dreifing þjónustunnar, hækkandi verð umfram verðbólgu og ólögmæt samkeppni. Þá segir í bréfinu að leigubifreiðastjórar lifi ekki af starfi sínu og því sé þjónustunni sinnt með félagslegum undirboðum.

Afregluvæðingin í Noregi tók gildi árið 2020 og í Finnlandi 2018 en báðar þjóðir vinna að endurbótum á lögunum í ljósi hörmulegrar reynslu. Í bréfi bandalagsins segir að leigubílstjórar hafi lagt fram umsagnir um frumvarpið þar sem bent var á afleiðingarnar á hinum Norðurlöndunum en þjónustan skertist verulega vegna afregluvæðingarinnar.

Bandalagið hvetur Íslenska ríkið til að gera ekki sömu mistök og hið norska en ríkin hafa sömu stöðu gagnvart samningnum um EES og því auðvelt mál að fylgja þeirra útkomu. Þá er kvartað yfir því að ekki hafi verið haft samráð við stéttina við gerð frumvarpsins.

Þá segir einnig í bréfinu: „Verst þykir starfandi stétt að lagaleg aðkoma stéttarfélags að kjörum leigubifreiðastjóra, skuli vera þurrkuð út úr lögunum. Lítur Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra svo á að beinlínis hafi verið brotið á leigubifreiðastjórum við undirbúning þessa frumvarps með því að í engu hefur verið gætt samráðs við stéttarfélög þeirra.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí