ASÍ vill rýmri rétt til gjafsóknar fyrir fátæka

Dómsmál 12. des 2022

Alþýðusamband Íslands telur að rýmka beri heimildir efnaminni Íslendinga til gjafsóknar vegna líkamstjóna.

Þetta kemur fram í umsögn ASÍ um frumvarp til laga um skaðabótalög sem þingmenn Flokks fólksins hafa lagt fram á Alþingi.

Í umsögninni kemur fram að ASÍ hafi áður sent frá sér umsagnir um sama mál sem er nú lagt fram í fjórða skipti.

Segir í umsögninni að ASÍ telji, líkt og áður, rétt að heimildir til gjafsóknar fyrir efnaminni Íslendinga verði rýmkaðar verulega hvort sem um skaðabótamál er að ræða eða ekki.

Mikilvægt sé að efnaminna fólki verði tryggður aðgangur að réttarkerfinu til jafns við hina efnameiri.

Á hinn bóginn telur ASÍ ekki ráðlegt að falla með öllu frá skilyrðum 1.mgr. 126.gr. Einkamálalaga þar sem skilyrðislaus gjafsókn geti stuðlað að tilefnislausum málaferlum og þannig hamlað uppgjörum og sáttum innan og utan réttar.

Frétt af vef Alþýðusambandsins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí