Dapurlegt að horfa upp á þessa stöðu

„Það er bara virkilega dapurlegt að horfa upp á þessa stöðu. Að SA hafi tekist ætlunarverk sitt að mynda klofning innan hreyfingarinnar og sömuleiðis að starfsgreinafélögin kljúfi sig svona frá,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR í kjölfar samnings Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins.

Hörður Guðbrandsson formaður verkalýðsfélags Grindavíkur skrifaði ekki undir samninginn. Hann segir vanta aðgerðir ríkisstjórnar og tryggingu gegn verðbólgu. Þær hækkanir sem samið var um geti fljótt horfið í verðhækkanir sem nú ganga yfir fólk.

Efling er stærsta félagið innan Starfsgreinasambandsins og er ekki aðili að þessum samningi. Innan Eflingar eru um 45% félaga allra félagana innan SGS. En ljóst er að forysta félaga sem eru í heild um 53% af Starfsgreinasambandinu hafa fallist á samninginn.

„Ég tel að mikil sóknarfæri hefði falist í breiðri samstöðu ASÍ félaganna,“ segir Ragnar Þór. „Og í raun óskiljanlegt að ekki séu settir neinir fyrirvarar í SGS samninginn um verðbólgu eða aðkomu stjórnvalda.“

Myndin er af þeim Ragnari og Herði.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí