Hægði heimsvaldastefnan á iðnvæðingu fremur en að hraða henni?

En hvað sem menningu og lífsafstöðu líður var hinn raunverulegi drifkraftur heimsvaldastefnunnar efnahagslegur. Hún snerist á endanum um ásókn í auðlindir og efnahagsleg völd, ekki um tæknivæðingu eða aukin lífsgæði framandi þjóða þótt árangur útþenslunnar hafi vissulega grundvallast á miklu tæknilegu forskoti Evrópuþjóðanna á þeim tíma. Þessa efnahagslegu drifkrafta er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum samtímann og þá fordæmalausu getu til að stjórna daglegu lífi fólks, orðum þess og hugsunum sem stórfyrirtæki og skrifræðisbákn hafa nú öðlast á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar, og þá efnahagslegu drifkrafta sem þar eru til staðar.

Samkvæmt heimspekingnum Hönnu Arendt var heimsvaldastefnan mikilvægur áfangi á vegferðinni til alræðissamfélaga tuttugustu aldarinnar. Hún lagði til tvo mikilvæga þætti sem alræðissamfélög byggjast á, annars vegar skrifræðið og hins vegar, í það minnsta í tilfelli Vesturevrópskra alræðisríkja á borð við Þýskaland og Ítalíu, kynþáttahyggjuna.

Þrátt fyrir það misrétti og hörmungar sem heimsvaldastefnan leiddi óumdeilanlega af sér á sú skoðun þó miklu fylgi að fagna að hún hafi verið grundvöllur efnahagslegra framfara í nýlendunum. Evrópumenn hafi fært vanþróuðum þjóðum tækniþekkingu, byggt upp innviði og umbreytt frumstæðum samfélögum í iðnvædd.

Þessa hugmynd gagnrýna þeir Jason Hickel, prófessor við Institute for Environmental Science and Technology í Barcelona og Dylan Sullivan meistaranemi við háskólann í Sydney í nýrri grein á Al Jazeera. Yfirráð þeirra hafi síður en svo leitt til iðnvæðingar, heldur hafi þau fremur orðið til þess að draga úr henni. Mat þeirra er jafnframt það að á hápunkti yfirráðatíma Breta, frá 1880-1920 hafi 100 milljónir umframdauðsfalla orðið á Indlandi. Dánartíðni hafi farið úr 37,2 dauðsföllum á hvert þúsund árið 1880 í 44,2 á hvert þúsund á fyrsta áratug síðustu aldar. Sárafátækt hafi einnig aukist, farið úr 23% árið 1810 í yfir 50% um miðja tuttugustu öld. Í þessum útreikningum er miðað við að dánartíðni fyrir valdatöku Breta hafi verið svipuð og á Englandi á 16. Og 17. öld.

Ein meginástæðan, segja þeir Hickel og Sullivan, var sú að þvert á hina viðteknu skoðun varð valdataka Breta til þess að eyðileggja, en ekki byggja upp indverska iðnframleiðslu. Áður hafi Indverjar til dæmis selt vefnaðarvöru um allan heim og bresk framleiðsla engan veginn staðist hinni indversku snúning í samkeppninni. Þetta hafi hins vegar tekið að breytast þegar hið breska Austur-Indíafélag náði yfirráðum í Bengal árið 1787. Nýlendustjórnin hafi síðan beitt háum útflutningstollum og afnámi innflutningstolla til að knésetja indverska iðnframleiðslu. Þeir vitna til stjórnarformanns East India and China Association sem árið 1840 lét hafa eftir sér að fyrirtæki hans hefði heppnast að breyta Indlandi úr framleiðsluhagkerfi í hagkerfi hráefnisútflutnings. Með skattlagningu hafi Bretar einnig náð að hrifsa til sín drjúgan hluta matvælaframleiðslu Indverja og jafnvel þvingað þá til að flytja út matvæli þegar þurrkar eða flóð ógnuðu fæðuöryggi.

Lítill vafi er á að þorri þeirra sem á sínum tíma hrifust af heimsvaldastefnunni hafi í raun og veru trúað því að þeir væru að gera hinum „vanþróuðu þjóðflokkum“ gott með því að kristna þá og „nútímavæða“. Og hvað farið hefur um huga portúgölsku landvinningamannanna sem brenndu fólk lifandi í Góa á Indlandi ef það hafnaði trúskiptum er erfitt að segja. Trúðu þeir því kannski að með brennunni björguðu þeir sálum hinna vantrúuðu, líkt og galdrabrennumenn í Evrópu á 16. og 17. öld? Styrkleiki trúfestinnar við eigin hugmyndir virðist gjarna í beinu hlutfalli við fáránleika þeirra. Það höfum við upplifað aftur og aftur, nú síðast á undanförnum þremur árum.

En hvað sem menningu og lífsafstöðu líður var hinn raunverulegi drifkraftur heimsvaldastefnunnar efnahagslegur. Hún snerist á endanum um ásókn í auðlindir og efnahagsleg völd, ekki um tæknivæðingu eða aukin lífsgæði framandi þjóða þótt árangur útþenslunnar hafi vissulega grundvallast á miklu tæknilegu forskoti Evrópuþjóðanna á þeim tíma. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar við skoðum samtímann og þá fordæmalausu getu til að stjórna daglegu lífi fólks, orðum þess og hugsunum, sem stórfyrirtæki og skrifræðisbákn hafa nú öðlast á grundvelli fjórðu iðnbyltingarinnar, og þá efnahagslegu drifkrafta sem þar eru til staðar.

Greinin í Al Jazeera: How British colonialism killed 100 million Indians in 40 years

Þorsteinn Siglaugsson er formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí