Heimilislausir skildir eftir í kuldanum

10-15 stiga frosti er spáð um helgina. Þrátt fyrir það hefur Reykjavíkurborg ekki ákveðið hvort gistiskýli og önnur úrræði sem standa heimilislausu fólki til boða verði opin lengur.

Neyðarskýlin eru opin frá 17:00 á daginn til 10:00 á morgnana, en þess á milli þarf heimilislaust fólk að leita annað. Heimilislausir hafa mótmælt þeirri stefnu borgarinnar og bent á mikilvægi þess að fá skjól yfir daginn. Þrátt fyrir það stendur ekki til að breyta opnunartímanum af hálfu borgarinnar.

Reykjavíkurborg virkjar neyðaráætlun málaflokks heimilislausra vegna veðurs þegar spáð er kuldakasti eða óveðri sem er þess eðlis að hætta sé á ofkælingu eða alvarlegum slysum þeirra sem þurfa á þjónustu neyðarskýla að halda. Hún hefur ekki verið virkjuð enn þrátt fyrir spá um miklar frosthörkur. Skilaboð borgaryfirvalda eru því að heimilislausir geti verið úti í kuldanum. 64 manneskjur bíða á sama tíma eftir húsnæði fyrir heimilislausa með miklar og flóknar þjónustuþarfir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí