Íhaldsflokkurinn sigar hernum á verkfall hjúkrunarfræðinga

Ríkisstjórn Íhaldsflokksins í Bretlandi ætlar að láta um 1200 sjúkraliða hersins ganga í störf hjúkrunarfræðinga á morgun, annan daginn sem hjúkrunarfræðingar innan bresku heilbrigðisþjónustunnar NHS leggja niður störf. Þetta er fyrsta verkfall hjúkrunarfræðinga í meira en hundrað ára sögu NHS.

Þessi aðgerð minnir á ákvörðun Ronald Reagan forseta Bandaríkjanna í verkfalli flugumferðarstjóra snemma á níunda áratugnum, þegar bæði Reagan og Margaret Thatcher forsætisráðherra Bretlands voru í stríði við verkalýðsfélögin á upphafsárum nýfrjálshyggjunnar. Reagan lét herinn taka yfir flugumferðarstjórnina og rak flugumferðarstjórana. Þetta líta hægri menn á sem mikinn sigur nýfrjálshyggjunnar, þáttaskil í baráttunni gegn valdi almennings í verkalýðsfélögunum. Á sama hátt og horft er til langvarandi verkfalla námumanna í Bretlandi sem enduðu í uppgjöf verkalýðsins og lokun námanna.

Ákvörðunin bresku íhaldsstjórnarinnar hefur því sögulega tilvísun. En hún ítrekar líka vilja stjórnarinnar til að brjóta niður verkalýðshreyfinguna, sem er í Bretlandi í dag farvegur róttækrar stjórnarandstöðu eftir að breski Verkamannaflokkurinn tók afgerandi hægri beygju undir stjórn Keir Starmer. Hann hefur bannað þingmönnum flokksins að taka þátt í verkfallsvörslu í hinum fjölmörgu verkföllum sem geisa í Bretlandi. Sem er söguleg ákvörðun, því breski Verkamannaflokkurinn varð til sem pólískur armur verkalýðshreyfingarinnar og sótti allt fram að tíð Tony Blair stefnu sína í kröfur og baráttu verkalýðsins. Blair boðaði að verkalýðsbarátta væri gamaldags, að almenningur fengi meiri lífskjarabætur með því að fella niður skatta og aðhald á auðvaldið.

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að siga hernum á verkfallið hefur verið harðlega mótmælt í Bretlandi. Ekki bara af verkalýðssinnum og þeim sem vilja verja rétt almennings til að berjast fyrir bættum kjörum, heldur líka þeim sem vilja ekki sjá hernum beitt gegn borgurunum. Þau segja herinn til að verja landið gegn utan að komandi árás, ekki til að verja ríkisstjórn gegn kröfum borgaranna.

Hjúkrunarfræðingar fara fram á 19,9% launahækkun í 9,5% verðbólgu. Stjórnvöld hafa boðið þeim álíka og fyrirtækjaeigendur á Íslandi buðu í karphúsinu hér heima og fengu samþykkt. En hjúkrunarfræðingar, sem og aðrir hópar sem eru í verkfalli eða eru á leið í verkfall, hafna því alfarið að bera allar byrðar verðbólgunnar með kjararýrnun.

Í Bretlandi er ekki hagvöxtur eins og hér. Launafólk þar getur því ekki vísað til bullandi góðæris í fyrirtækjarekstri eins og hér. En það bendir á vannýtta tekjuöflun ríkissjóðs, því í Bretlandi eins og hér, lækkuðu stjórnvöld alla skatta á fjármagns- og fyrirtækjaeigendur á nýfrjáshyggjutímanum. Með skipulögðum hætti væru auðæfi flutt frá almenningi til hinna ríku.

Í undirbúningi er lagasetning sem takmarkar mjög verkfallsrétt almennings í Bretlandi. Ríkisstjórnin lítur á verkalýðsfélög sem ógn við stöðugleika samfélagsins. Og Verkamannaflokkurinn lætur að mestu vera að verjast þeim árásum. Stéttabaráttan í Bretlandi er því á svipuðum stað og hér á landi. Róttækari verkalýðsfélög eru í baráttu við auðvaldið, en líka stjórnvöld, seðlabankann, fjölmiðla og valdastéttina sameinaða um hagsmuni hinna ríku.

Mike Lynch, formaður félags járnbrautastarfsmann, sem verið hafa í langvarandi skæruverkföllum frá í haust, fer yfir stöðuna í þessu stutta myndbroti.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí