Lágmarkslaun hækka um 22,2% í Þýskalandi, um 9,5% á Íslandi

Í október hækkuðu lágmarkslaun í Þýskalandi úr 9,82 evrum á tímann í 12 evrur eða um 22,2%. Frá og með nóvember hækka lágmarkslaun á Íslandi úr 368 þús. kr. á mánuði í 403 þús. kr. eða um 9,5%. Verðbólgan er 9,3% á Íslandi en 10,0% í Þýskalandi.

12 evrur á tímann jafngilda 2.080 evrum á mánuði sem aftur jafngilda um 425 þús. kr. á mánuði í íslenskum raunveruleika að teknu tilliti til gengis og verðlags. Það er um 35,6% dýrara að lifa á Íslandi en í Þýskalandi í krónum og evrum talið.

Lágmarkslaunin í Þýskalandi eru því orðin 5,5% hærri en á Íslandi en þau voru 5,5% lægri fyrir hækkun.

Þessi breyting endurspeglar ólíka nálgun þýskra og íslenskra stjórnvalda gagnvart verðbólgunni. Í Þýskalandi er litið svo á að vandamálið sé kaupmáttarskerðing hinna tekjuminni og hún er bætt með hækkun launa, leigubremsu og hækkun stuðningsbóta. Hérlendis er litið á verðbólguna sem sjálfstætt vandamál og helsta vopnið gegn henni er að halda niðri launahækkunum til hinna tekjuminni, lofa einhverri hækkun bóta ef kauphækkanir eru litlar en miklum vaxtahækkunum ef þær eru hærri.

Þetta má orða svo að í Þýsklandi eru hin tekjuminni varin fyrir verpðbólgunni en á Íslandi séu þau látin greiða niður verðbólguna með kjaraskerðingum.

Næst verður samið á Íslandi um lágmarkslaun 1. febrúar 2024. Næst verða lágmarkslaun í Þýskalandi hækkun 1. október á næsta ári, samkvæmt ákvörðun sem verður tekin næsta sumar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí