Lágmarkslaun hækka um 22,2% í Þýskalandi, um 9,5% á Íslandi

Í október hækkuðu lágmarkslaun í Þýskalandi úr 9,82 evrum á tímann í 12 evrur eða um 22,2%. Frá og með nóvember hækka lágmarkslaun á Íslandi úr 368 þús. kr. á mánuði í 403 þús. kr. eða um 9,5%. Verðbólgan er 9,3% á Íslandi en 10,0% í Þýskalandi.

12 evrur á tímann jafngilda 2.080 evrum á mánuði sem aftur jafngilda um 425 þús. kr. á mánuði í íslenskum raunveruleika að teknu tilliti til gengis og verðlags. Það er um 35,6% dýrara að lifa á Íslandi en í Þýskalandi í krónum og evrum talið.

Lágmarkslaunin í Þýskalandi eru því orðin 5,5% hærri en á Íslandi en þau voru 5,5% lægri fyrir hækkun.

Þessi breyting endurspeglar ólíka nálgun þýskra og íslenskra stjórnvalda gagnvart verðbólgunni. Í Þýskalandi er litið svo á að vandamálið sé kaupmáttarskerðing hinna tekjuminni og hún er bætt með hækkun launa, leigubremsu og hækkun stuðningsbóta. Hérlendis er litið á verðbólguna sem sjálfstætt vandamál og helsta vopnið gegn henni er að halda niðri launahækkunum til hinna tekjuminni, lofa einhverri hækkun bóta ef kauphækkanir eru litlar en miklum vaxtahækkunum ef þær eru hærri.

Þetta má orða svo að í Þýsklandi eru hin tekjuminni varin fyrir verpðbólgunni en á Íslandi séu þau látin greiða niður verðbólguna með kjaraskerðingum.

Næst verður samið á Íslandi um lágmarkslaun 1. febrúar 2024. Næst verða lágmarkslaun í Þýskalandi hækkun 1. október á næsta ári, samkvæmt ákvörðun sem verður tekin næsta sumar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí