Mesti hagvöxtur í heimi

Í skýrslu kjaratölfræðinefndar kemur fram að hagvöxtur er hvergi meiri á Íslandi og horfur fyrir næstu ár góðar. Og byggir nefndin þó á áætlunum Seðlabankans frá fyrr á árinu, en samkvæmt nýjum tölum frá Hagstofunni er hagvöxturinn enn meiri en Seðlabankinn áætlaði.

Þetta graf er í skýrslunni sem sýnir hversu öflugri hagvöxturinn á Íslandi er en í næstu löndum:

Rauða lína sýnir hagvöxtinn fyrstu nýju mánuði þessa árs samkvæmt Hagstofunni, svo reikna má með að íslenska súlan rísi enn hærra.

Í úttekt kjaratölfræðinefndar er raðað upp vísbendingum um óvenju góða stöðu í hagkerfinu og atvinnulífinu. Atvinnuleysi er lítið og mikil eftirspurn eftir starfsfólki. Verð á sjávarafurðum er nú 25% hærra en í fyrra og álverð hefur hækkað um 60%. Það sést á veltu fyrirtækja sem tengjast ferðaþjónustu að þar er mikill vöxtur. Verðbólga er lág miðað við nágrannalöndin. Allir hagvísar vísa því upp.

Það sem er ekki í blóma er staða fjórðungs af heimilunum. Að meðaltali standa heimilin vel, eiga nokkuð aflögu svo búast má við vexti einkaneyslunnar. En kjaratölfræðinefnd bendir á að 25% heimila eigi erfitt með að ná endum saman. Það eru um 40 þúsund heimili þar sem um 103 þúsund manns búa.

Í úttekt kjaratölfræðinefndar kemur fram að hlutfallslega hafa laun starfsfólks sveitarfélaganna hækkað mest, fólk sem er félagar innan Alþýðusambandsins. Þarna kemur fram árangurinn af verkföllum og kjarabaráttu Eflingar í kjölfar lífskjarasamningsins, sem skilaði félögum góðri hækkun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí