Segir félaga í Eflingu þurfa hærri laun en eru í samningi SGS

Verkalýðsmál 20. des 2022

„Sam­kvæmt tölum frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun var með­al­upp­hæð greiddrar leigu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 220.000 krónur í októ­ber síð­ast­liðn­um. Á lands­byggð­inni er með­alleigan hins vegar ein­ungis um 152.000 krónur á mán­uði. Mun­ur­inn er 68.000 krón­ur. Leiga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er að jafn­aði um 45% hærri en leiga á lands­byggð­inni. Þetta er risa­stór munur á kjörum verka­fólks eftir lands­hlut­um,“ segir Stefán Ólafsson sérfræðingur Eflingar í nýrri grein þar sem hann heldur því fram að Eflingarfélagar þurfi annað og meira en félagar í öðrum félögum Starfsgreinasambandsins hafa sætt sig við.

Tals­menn Sam­taka atvinnu­lífs­ins (SA) hafa stefnt að því að kjara­samn­ingur Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS) verði fyr­ir­mynd ann­arra samn­inga verka­fólks á almenna vinnu­mark­að­in­um. Í grein sinni útskýrir Stefán hvers vegna SGS-­samn­ing­ur­inn er ófull­nægj­andi fyrir Efl­ing­ar­fólk, en í viðtölum og skrifum hefur Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, sakað Eflingu um skemmdarverk og villandi upplýsingar fyrir að hafa sagt að samningur SGS sé ekki góður fyrir Eflingarfólk, dugi alls ekki.

„Efl­ing er einkum stétt­ar­fé­lag verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en önnur aðild­ar­fé­lög SGS eru einkum félög verka­fólks á lands­byggð­inni,“ útskýrir Stefán. „Aðstæður vinnu og kjara eru mjög ólíkar á þessum svæð­um. Hjá Efl­ingu er meira af ungu fólki og inn­flytj­endum sem staldra skemur við hjá ein­stökum atvinnu­rek­endum en algeng­ast er á lands­byggð­inni. Þá er sam­setn­ing starfs­greina ólík hjá Efl­ingu og SGS-­fé­lög­un­um. Loks er fram­færslu­kostn­aður hærri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, einkum hús­næð­is­kostn­að­ur.

Þessar ólíku aðstæður gera það að verkum að nákvæm­lega sami samn­ingur skilar þessum hóp­um, Efl­ingu og öðrum SGS-­fé­lög­un­um, mjög mis­miklum kjara­bót­um,“ segir Stefán.

Síðan skýrir hann þennan mun:

Mis­mun­andi ábati af SGS-­samn­ingi

Í SGS-­samn­ingnum eru hækk­anir meiri hjá þeim sem eru í hærri launa­flokkum og mestar hjá þeim sem eru með langan starfs­aldur hjá sama fyr­ir­tæki (5 ár eða leng­ur). Hjá SGS-­fé­lögum á lands­byggð­inni er stór meiri­hluti sem er í hæsta starfs­ald­urs­þrepi launa­töfl­unnar og sem fær því mestu hækk­un­ina. Hjá Efl­ingu er ein­ungis um 17% félags­manna sem fá greitt í hæsta starfs­ald­urs­þrepi (5 ár eða lengur hjá sama fyr­ir­tæki). Um 55% Efl­ing­ar­fólks er á byrj­enda­taxta eða með eins árs starfs­reynslu. Þetta skiptir mjög miklu máli fyrir ábata af þeirri leið sem farin var í SGS-­samn­ingn­um.

Ef SGS-­samn­ing­ur­inn væri lát­inn gilda óbreyttur fyrir Efl­ingu þá fengi verka­fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu á milli 10.000 og 20.000 krónum minni hækkun launa en verka­fólk á lands­byggð­inni. Þá væri ekki gætt jafn­ræð­is.
Annað sem er lands­byggð­ar­fólki í hag er að starfs­fólk við fisk­vinnslu fær mikla hækkun á bón­us­greiðslum í SGS-­samn­ingn­um, sem sögð er skila því á milli 6.000 og 34.000 króna hækkun til við­bótar við taxta­hækk­an­ir. Mið­gildi þess­ara hækk­ana er um 20.000 krónur á mán­uði. Starfs­fólk við fisk­vinnslu er fyrst og fremst á lands­byggð­inni, en það er hverf­andi hluti verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu – aðeins um 400 ein­stak­lingar af þeim 21 þús­und Efl­ing­ar­fé­lögum sem starfa á almennum vinnu­mark­aði. Þessi sér­staki ábati fyrir verka­fólk á lands­byggð­inni myndi því ekki skila sér á sam­bæri­legan hátt til almenns Efl­ing­ar­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu.

Ef þessir tveir stóru ábata­þættir væru jafn­aðir milli SGS-­fé­laga á lands­byggð­inni og verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þá þyrftu launa­töflur Efl­ingar að hækka í grunn­inn um 20-30.000 krónum meira en er í launa­töflu SGS-­fé­lag­anna. Í raun þyrfti launa­tafla Efl­ingar að hafa aðra upp­bygg­ingu sem skil­aði fólki með skemmri starfs­aldur meiri hækk­unum og sem tæki meira til­lit til ólíkra sam­setn­inga starfa á höf­uð­borg­ar­svæði og lands­byggð.

Mun hærri hús­næð­is­kostn­aður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu

Í Kjara­f­réttum Efl­ingar nr. 4 (Halla­rekstur á heim­ilum lág­launa­fólks) var sýnt að tals­vert vantar uppá að heim­ili full­vinn­andi lág­launa­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu nái endum sam­an, jafn­vel þó fólk leggi á sig umtals­verða auka­vinnu. Þetta á bæði við um ein­hleypa, ein­stæða for­eldra og hjón með 2 börn sem bæði vinna fulla vinnu á lágum laun­um, með og án auka­vinn­nu. Óvenju mik­ill hús­næð­is­kostn­aður á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er stór áhrifa­valdur þessa ástands.

Sam­kvæmt tölum frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofnun var með­al­upp­hæð greiddrar leigu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu 220.000 krónur í októ­ber síð­ast­liðn­um. Á lands­byggð­inni er með­alleigan hins vegar ein­ungis um 152.000 krónur á mán­uði. Mun­ur­inn er 68.000 krón­ur. Leiga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu er að jafn­aði um 45% hærri en leiga á lands­byggð­inni. Þetta er risa­stór munur á kjörum verka­fólks eftir lands­hlut­um. Sam­bæri­legur munur er hjá fólki sem glímir við að kaupa íbúð­ar­hús­næði.

Af þessum sökum fór Efl­ing fram á sér­staka fram­færslu­upp­bót fyrir verka­fólk á höf­uð­borg­ar­svæð­inu í kröfu­gerð sinni vegna kom­andi kjara­samn­inga.

Tals­menn sam­taka atvinnu­rek­enda (SA) hafa sagt að sjálf­sagt sé að taka til­lit til sér­stakra aðstæðna þegar kjara­samn­ingar eru gerðir – og fjöl­mörg for­dæmi eru auð­vitað fyrir slíku í fram­kvæmd.

Í kom­andi við­ræðum Efl­ingar við SA hlýtur að þurfa að taka fullt til­lit til ofan­greindra atriða til að jafna ábata Efl­ing­ar­fólks og lands­byggð­ar­fólks af kjara­samn­ingi í anda SGS-­samn­ings­ins. Jafn­framt að tekið verði til­lit til hins gríð­ar­lega aðstöðumunar milli verka­fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og lands­byggð­inni þegar litið er til hús­næð­is­kostn­að­ar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí