Segir samning SGS mun lakari en lífskjarasamninginn

Verkalýðsmál 8. des 2022

Stefán Ólafsson sérfræðingur Eflingar segir að samningur Starfsgreinasambandsins rísi ekki undir því að vera framhald lífskjarasamningsins og enn síður að vera besti kjarasamningur sem gerður hefur verið á íslenskum vinnumarkaði í áratugi, eins of Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, hefur sagt. Stefán segir að launahækkanir séu of litlar og það vanti aðgerðir stjórnvalda, sem einkenndu lífskjarasamninginn.

Stefán segir í grein að samningur SGS sé mun ódýrari og léttvægari en lífskjarasamningurinn – og það í umhverfi mun meiri hagvaxtar en var þegar lífskjarasamningurinn var gerður.

„Launataflan hefði þurft að hækka um að minnsta kosti á bilinu 55.000 kr. og upp í 77.000 kr. (í stað 35.000 til 52.000 króna eins og er í töflu SGS), eða um 20.000 til 25.000 krónur í viðbót,“ skrifar Stefán.

„Þá er ónefnt að í tengslum við Lífskjarasamninginn fékkst framlag frá stjórnvöldum sem þau töldu nema um 80 milljörðum á samningstímanum, að meðaltali 20 milljörðum á ári,“ skrifar Stefán. „Þar munaði verkafólk mest um beina lækkun tekjuskatts um 10.000 kr. á mánuði, sem er ígildi um 15.000 króna launahækkunar. Ekkert slíkt tengist SGS-samningnum. Það er því afar mikill munur á Lífskjarasamningnum og SGS-samningnum.“

Stefán bendir líka á að hagvaxtaraukinn sem samið var um í lífskjarasamningnum séu inn í þessum tölum. Hann segir að draga megi hagvaxtaraukann, 13 þús. kr., frá hækkun taxta til að meta hækkunina.

„Þannig að meðalhækkun á töflu SGS-félaga er 29.958 (þ.e. 42.958-13.000), án hagvaxtaraukans. Það er sú beina hækkun á taxtalaun sem samningurinn sjálfur skilar að meðaltali, auk flýtingarinnar. Fyrir flest Eflingar-fólk væri þessi samningur að skila 26.142 króna hækkun (39.142-13.000), án hagvaxtaraukans sem þegar var í hendi,“ skrifar Stefán. „Hagvaxtaraukinn nemur um 30% af meðalhækkun launa í SGS-samningnum og um 37% af hækkun lægstu launa. Það er afar stór hluti.“

Stefán segir kostina við samninginn vera lagfæringar á launatöflum, að samningur taki við af samningi, að hagvaxtaraukanum sé flýtt og hækkun á bónus til fiskvinnslufólks.

Les má grein Stefáns hér: Samningur SGS: Kostir og gallar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí