Sjálfstæðisflokkurinn og meirihlutinn í Reykjavík sammála í flestum tilfellum

Af þeim 111 breytingartillögum sem meirihluti Samfylkingar, Framsóknarflokksins, Pírata og Viðreisnar lagði fram við fjárhagsáætlun Reykjavíkur, samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn 77 þeirra. Þetta þýðir að meirihlutinn og Sjálfstæðismenn voru sammála í tæplega 70% tilfella.

Hinn tiltölulega nýi meirihluti Reykjavíkur nær þannig ágætis samhljómi með ysta hægri flokknum í Ráðhúsinu. Það virðist ekki muna miklu málefnalega. Sjálfstæðismenn gagnrýna að ekki hafi verið gengið nógu langt í niðurskurðaraðgerðum.

Meirihlutinn tekur undir að „hagræðing“ sé nauðsynleg en að ekki sé þörf á að ganga eins langt og Sjálfstæðisflokkkurinn. Aðalágreiningurinn snýst því um hversu mikill niðurskurðurinn í borginni eigi að vera.

Meðal breytingartillagna meirihlutans sem Sjálfstæðismenn samþykktu voru niðurlagning Vin dagseturs, niðurskurðir á bókasöfnum, styttri opnun sundlauga og lækkun hljóðvistarstyrkja.

Eina tillagan sem meirihlutinn samþykkti frá minnihlutanum kom þar að auki frá Sjálfstæðisflokknum. Sú tillaga sneri að því að selja bústað borgarfulltrúa í hagræðingarskyni. Engin mál frá flokkum vinstra megin við miðju voru samþykkt.

Til samanburðar samþykkti næst stærsti minnihlutaflokkurinn, Sósíalistaflokkurinn, 12 breytingartillögur meirihlutans. Það þýðir að meirihlutinn og Sósíalistar náðu saman í 10% tilfella. Nokkuð ljóst virðist vera að núverandi meirihluti Reykjavíkur hallar sér til hægri.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí