Það er ekki nýtt að mörgum þyki að arkítektar og byggingariðnaðurinn sé hægt og hægt að takst það að rústa einkennum og í raun þéttbýlismenningu á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, varð til að mynda fyrst þekktur fyrir að vera nokkuð skeleggur í gagnrýni sinni á borgarmynd í miðbæ Reykjavíkur. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.
En þessi gagnrýni hefur að mestu verið bundin við Reykjavík. Ef marka má það sem Þór Saari hefur um þróunina í Hafnarfirði að segja, þá hefur þessi þróun verið enn verri þar. Fyrr í dag var myndum teknum í miðbæ Hafnarfjarðar deilt inn í Facebook-hóp íbúa. Myndirnar voru lagðar fram án sérstakar gagnrýni en tala sínu máli. Nokkar þeirra má sjá hér fyrir ofan og neðan. En Þór skrifar athugasemd og segir:
„Hafnarfjörður var fallegasta bæjarstæði á öllu landinu. Íbúum þar hefur því miður tekist að eyðileggja það. Fyrst með háhýsunum á miðbæjarplaninu þar sem nú er bara steinsteypa og malbik. Svo með blokkunum við Norðurgarð þar sem nú er bara steinsteypa og malbik. Og hér er svo bara haldið áfram. Verktakaræðið er ráðandi afl í Hafnarfirði sem víðar, íbúar og arkitektar eru ekki spurðir og því fór sem fór. Svona er nú hægt að eyðileggja annars alveg frábærlega fallegan bæ.“