Búið að eyðileggja þann frábærlega fallega bæ Hafnarfjörð: „Bara steinsteypa og malbik“

Það er ekki nýtt að mörgum þyki að arkítektar og byggingariðnaðurinn sé hægt og hægt að takst það að rústa einkennum og í raun þéttbýlismenningu á Íslandi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, varð til að mynda fyrst þekktur fyrir að vera nokkuð skeleggur í gagnrýni sinni á borgarmynd í miðbæ Reykjavíkur. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar.

En þessi gagnrýni hefur að mestu verið bundin við Reykjavík. Ef marka má það sem Þór Saari hefur um þróunina í Hafnarfirði að segja, þá hefur þessi þróun verið enn verri þar. Fyrr í dag var myndum teknum í miðbæ Hafnarfjarðar deilt inn í Facebook-hóp íbúa. Myndirnar voru lagðar fram án sérstakar gagnrýni en tala sínu máli. Nokkar þeirra má sjá hér fyrir ofan og neðan. En Þór skrifar athugasemd og segir:

 „Hafnarfjörður var fallegasta bæjarstæði á öllu landinu. Íbúum þar hefur því miður tekist að eyðileggja það. Fyrst með háhýsunum á miðbæjarplaninu þar sem nú er bara steinsteypa og malbik. Svo með blokkunum við Norðurgarð þar sem nú er bara steinsteypa og malbik. Og hér er svo bara haldið áfram. Verktakaræðið er ráðandi afl í Hafnarfirði sem víðar, íbúar og arkitektar eru ekki spurðir og því fór sem fór. Svona er nú hægt að eyðileggja annars alveg frábærlega fallegan bæ.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí