Breska heilbrigðiskerfið að hrynja

NHS, breska heilbrigðiskerfið, er nú að hruni komið eftir 12 ára fjársvelti. Þjónustan hefur verið látin reka á reiðanum og til að magna upp vandamálið er öldrunarþjónustan líka komin langt út fyrir þolmörk. Það gerir það að verkum að fólk kemst ekki út af sjúkrarými þar sem lítið hjúkrunarrými fyrir aldraða er í boði.

Á síðustu sex mánuðum voru 35.000 dauðsföll í Bretlandi umfram það sem búast má við í meðalárferði. Þetta eru hæstu tölur sem sést hafa í 70 ár. Einungis örlítinn hluta af þessu má skýra með Covid þar sem dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefur fækkað til muna. Á tveimur síðustu vikum ársins voru umfram dauðsföll 20% hærri en í meðalári. Í desember á síðasta ári dóu um Þetta eru skelfilegar tölur og nær einungis hægt að rekja til þess að heilbrigðiskerfið er að þrotum komið. Eins og sjá má á þessu grafi þá fer að síga á ógæfuhliðina eftir að Íhaldsflokkurinn komst til valda, eftir nokkur ár snemma á öldinni þegar NHS var tiltölulega vel fjármagnað:

Þó að dauðsföll vegna Covid séu tekin út úr dæminu deyja nú nær þúsund manns í hverri viku umfram það sem meðaltal fyrri ára gerir ráð fyrir. Það má rekja þessa hrikalegu stöðu til fjársveltistefnu stjórnvalda. Kerfið reynir að bregðast við fjársvelti en það eru takmörk fyrir því hversu lengi það er hægt. Það er nú komið að þolmörkum og heilbrigðiskerfið er í frjálsu falli. Stafsmenn hafa séð launakjör sín versna til muna á síðustu 10 árum og eru búnir að fá nóg. Verkföll hafa verið boðuð og eru í gangi hjá fjölmörum starfstéttum innan heilbrigðisgeirans því örþreytt starfsfólkið er búið að fá nóg. Biðlistar lengjast og lengjast og biðtímar á bráðadeildum eru nú farnir að teygja sig upp í 12 klukkustundir.

Ríkisstjórnin stendur þrjósk fyrir og neita að hækka laun starfsmanna í takt við verðbólgu og neitar að veita því fjármagni til heilbrigðismála sem þarf. Til viðbótar leggst framfærslukrísan ofan á vandamálið þar sem fólk sem berst í bökkum er líklegra til að þurfa á heilsugæslu að halda. Owen Jones, pistlahöfundur á The Guardian, orðar þetta svona:

„Þetta er breskur harmleikur. Landið er á börmum hruns vegna samblands af efnahagskerfi sem ekki virkar og ríkisstjórn sem er í föst í hugmyndafræðilegri dellu…En meðan líkin hrannast upp í líkhúsunum og útfararstofunum munið þetta: Það var hægt að koma í veg fyrir þessa stöðu.“

Í spilaranum má sjá og heyra viðtal við Guðmund Auðunsson við Rauða borðið um ástandið á NHS og samanburðinn við Ísland.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí