Bandarískir embættismenn efast um að Úkraína geti sigrað Rússa

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti var í heimsókn í Bandaríkjunum nýlega og ávarpaði Bandaríkjaþing þar sem honum var fagnað innilega en fjölmiðlar vestanhafs voru iðnir við að líkja Selenskí við Winston Churchill. Á meðan heimsókninni stóð samþykkti þingið 45 milljarða dollara útgjaldaaukningu í tengslum við Úkraínu, að mestu til vopnakaupa, sem færir samanlögð útgjöld Bandaríkjanna vegna stríðsins upp í meira en 105 milljarða dollara. 

En á meðan Selenskí reyndi á fundum sínum með Biden og öðrum fulltrúum að sannfæra þá um að Úkraína geti sigrað stríðið segja Bandarískir embættismenn á bak við luktar dyr að það sé ólíklegt. Sennilegt er að þessi litla trú sé ástæða þess að Selenskí fór heim með aðeins eina af mörgum óskum sínum uppfyllta. Samkvæmt New York Times voru það Amerískir skriðdrekar, árásarþotur, og langdrægar eldflaugar sem voru efst á lista Selenskís.

Selenskí fékk þó eina af óskum sínum uppfyllta, en það var Patriot eldflaugavarnakerfi sem kostar rúmlega milljarð Bandaríkjadala eitt og sér. Sérfræðingar benda hins vegar á að það taki mánuði að þjálfa Úkraínumenn í því að nota kerfið og það verði því varla komið í notkun fyrr en í byrjun sumars. Kerfið er þar að auki umdeilt, en deilt hefur verið um notagildi þess undanfarin ár. Samkvæmt fréttum virðist kerfið alls ekki virka eins vel og vopnasölumenn Bandaríkjana hafa haldið fram.

Aftur á móti hafa spár um að Rússar séu að verða uppiskroppa með hergögn ekki gengið eftir — líkt og spár um hrun Rússneska hagkerfisins. Á sama tíma er stríðið að útheimta meira magn skotfæra en hefur sést síðan í seinni heimsstyrjöldinni samkvæmt Wall Street Journal. Blaðið segir frá því að það séu frekar Úkraínumenn sem skorti skotfæri og loftvarnaflaugar vegna stanslausra loftárása Rússa undanfarin misseri.

Samkvæmt New York Times er stuðningur Bandaríkjanna og vopnasendingar líklegri til að draga stríð á langinn en að tryggja sigur Úkraínu. Þetta passar vel við opinberlega viðurkennd markmið Bandaríkjanna: að senda vopn, ekki til að verja Úkraínu heldur til að veikja Rússland.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí