Ekki samið fyrr en gengið verður frá samkomulagi um jöfnun launa

Verkalýðsmál 24. jan 2023

„Við bíðum átekta hvað gerist nú í kjaradeilum á almennum vinnumarkaði og bregðumst svo við í kjölfarið,“ sagði Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, þegar hann setti fund í fulltrúaráði félagsins í dag.

Þórarinn fór yfir fundi samninganefnda sem átt hafa sér stað undanfarið með viðsemjendum. Sagði hann að samninganefnd Samtaka atvinnulífsins standi fast á því að starfsfólk opinberra hlutafélaga fái ekki meira en það sem búið er að semja um í gegnum kjarasamning Starfsgreinasambandins og VR á almenna markaðnum. Hann sagði fundargestum að það gangi ekki upp því launatafla launafólks Sameykis sem þar starfa nær yfir aðra launasetningu en sú launatafla sem SGS samdi um við Samtök atvinnulífsins. Sameyki semur fyrir hönd þessa launafólks um kjarabætur samkvæmt launatöflum en ekki markaðslaunum. Ekki er hægt að semja um slíkt í kjarasamningum eins og gefur að skilja. Launatafla SGS nær engan vegin utan um launatöflu þessa hóps innan Sameykis sem semja þarf um.

„Samningar þessa hóps launafólks í opinberum hlutafélögum eru gerðir í kjölfar kjarasamninga á almennum markaði. Staðan er sú í dag að við göngum ekki frá kjarasamningum við ríkið, Reykjavikurborg og sveitarfélögin fyrr en búið er að ganga frá samkomulaginu um jöfnun launa milli markaða sem undirritað var 2016. Það samkomulag hefur áhrif á kjarasamninga. Þá er starfsfólk á opinberum vinnumarkaði búið að standa við sinn hlut í því samkomulagi eins og kveðið var á um og margoft hefur verið bent á,“ sagði Þórarinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí