Fimbulfrost í kortunum mun reyna á veika innviði

Þessi vetur gæti fengið viðurnefnið frostaveturinn síðari þó líklegra sé að öfgar í veðri haldi áfram að segja til sín næstu árin.

Samkvæmt veðurspám Veðurstofunnar og Norsku veðurstofunnar Yr er von á nýju kuldakasti og munum við sjá frostið fara niður í 15 til 20 gráður inn til lands. Frostið verður heldur breytilegt eftir svæðum en einnig er varað við vatnstjóni þar sem lagnir geta hæglega sprungið þegar mikið frost er í jörðu.

Stutt er síðan álíka kuldakast reið yfir og fór meðal annars í sundur kaldavatnslögn á Kársnesinu í Kópavogi með þeim afleiðingum að mikið vatnstjón varð í þremur húsum við Marbakkabraut.

Lukasz Frydrychewicz og Ewa Jaszczuk misstu mikið af innbúi sínu við það tjón og þurftu að flytja en þau standa enn í stappi við leigusala sinn sem vill ekki greiða þeim tryggingarféð til baka. Einnig greiddi sveitarfélagið þeim ekki háar bætur þrátt fyrir að bera ábyrgð á tjóninu.

Veitur hafa undanfarið einnig beðið fólk um að skrúfa fyrir notkun á heitu vatna í mestu kuldatíðinni þar sem geta þeirra til að halda uppi krafti á heitavatns kerfinu er skert. Sérstaklega á þetta við um hverfi þar sem mikið hefur verið byggt, upp á síðkastið. Þannig hafa innviðir ekki haft í við uppbyggingu nýrra hverfa á síðustu árum og hefur sundlaugum einstakra hverfa jafnvel verið lokað yfir mestu kuldaskeiðin í desember. Þetta á við um sundlaugina á Selfossi sem nýverið var opnuð aftur eftir lokun frá 9. desember. Hætt er við að við sjáum lokanir sem slíkar aftur þegar líður að helgi.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí