Gjöld ISAVIA farin að bíta flugfarþega

Alrangt er að sjálfstæðismenn vilji lækka skatta. Sjálfstæðismenn hafa staðið fyrir íþyngjandi skattlagningu sem er þeim til háborinnar skammar, segir Sveinn Arnarson sem starfar hjá Skattinum á Akureyri og er einnig knattspyrnudómari.

Sveinn þurfti nýverið að nota innanlandsflugið. Flugmiði milli Akureyrar og Reykjavíkur kostar iðulega meira en að fljúga til New York en til viðbótar okrinu sem fylgir flestum flugsætum er nú buið að finna upp nýja leið til að ergja flugfarþega.

Tekin hafa verið upp bílastæðagjöld á Akureyri, á Egilsstöðum og í Vatnsmýrinni fyrir framan flughafnirnar. Það þykir Sveini og fleirum óboðlegt í ljósi þess að sjaldnast er um um almennileg bílaplön að ræða og líkir hann sjálfur aðstöðunni fyrir norðan við sandhaug.

Hann vandar ekki sjálfstæðisfólkinu sem stýrir ISAVIA kveðjurnar eftir að hafa verið rukkaður um 3.240 krónur fyrir enga þjónustu.

„Ég skrapp suður í síðustu viku,“ segir Sveinn. „Ég fékk að geyma bílinn í malarhaug. Einn sólarhringur. Þetta er gjöf Sjálfstæðismanna. Muniði, þeirra sem á tyllidögum telja þér trú um að þau ætli að lækka skatta. Þetta er þessu liði til háborinnar skammar!“

Hann getur þess í færslu sinni um málið á facebook sem vakið hefur athygli og margir segjast sammála, að hagnaður Isavia síðastliðinn áratug hafi gróft á litið verið um 2 milljarðar króna á hverju einasta ári.

Farþegar á Austurlandi hafa einnig lýst yfir óánægju með gjöld á Egilsstöðum og talsmenn í bílaleigubransanum hóta að hætta að geyma bíla í Vatnsmýrinni þannig að ákvörðun Isavia er vægast sagt umdeild.

Það er því ekki eins og að gripið hafi verið til skattheimtunnar til að bjarga lífi hinnar opinberru stofnunar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí