Skapti og samtökin hans kæra greiðslur til stjórnmálaflokka

„Við hjá Sam­tök­um skatt­greiðenda höf­um um ára­bil litið á sjálf­töku stjórn­mála­flokka á fé úr rík­is­sjóði sem ein­hverja mestu spill­ing­una í ís­lensk­um stjórn­mál­um og enn frek­ar þegar í ljós kem­ur að þeir hafa ekki haft laga­leg­ar for­send­ur til að fá þetta fé út­hlutað,“ seg­ir Skafti Harðar­son, formaður Sam­taka skatt­greiðenda, í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Í Mogga segir að Skapti hafi fyr­ir hönd sam­tak­anna sinna sent er­indi til héraðssak­sókn­ara, þar sem þess er kraf­ist að meint brot þeirra stjórn­mála­sam­taka sem fengið hafa of­greidda fjár­styrki úr rík­is­sjóði verði rann­sökuð. Þess er kraf­ist að sak­sókn­ari beiti þeim úrræðum sem lög um meðferð saka­mála kveða á um, komi í ljós að refsi­lög hafi verið brot­in.

Skatpi seg­ir að al­var­leg­ast sé að viðkom­andi sam­tök hafi ekki ráðstafað fjár­mun­un­um til þeirra út­gjalda sem lög taki til og jafn­vel séu uppi grun­semd­ir um að fénu hafi verið ráðstafað til ein­stak­linga sem í for­svari hafi verið og er þar vísað til Flokks fólks­ins.

„Sam­trygg­ing­in á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að end­urkrefja stjórn­mála­fokk­ana um það fé sem þeir hafa fengið með ólög­mæt­um hætti. Fjár­málaráðherra er ekki að sinna skyld­um sín­um með því að ganga ekki eft­ir end­ur­greiðslu fjár­ins.“

Spurn­ingu um aðild sam­tak­anna að mál­inu seg­ir Skafti að hér sé um að ræða saka­mál í eðli sínu sem nú sé komið til héraðssak­sókn­ara. Sam­tök­in þurfi ekki að eiga beina aðild að mál­inu sem slíku. Það staðfesti þeir lög­menn sem leitað hafi verið til.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí