Gagnrýnir ráðuneyti Bjarna fyrir trix og skítamix

Efnahagurinn 27. jan 2023

„Þó það geti eflaust verið til þess fallið að fá klapp úr salnum frá skuldlausum heimilum sem að sannarlega geta vænst aukins kaupmáttar þá er óásættanlegt fyrir trúverðugleika opinberrar stjórnsýslu í ríki sem vill láta taka sig alvarlega í hinu alþjóðlega efnahagsumhverfi að svona aðferðir, sem eiga varla heima á auglýs- ingastofum fyrir stjórnmálaflokka, séu látnar viðgangast,“ skrifar Ásgeir Brynjar Torfason doktor í fjármálum í Vísbendingu og vísar til fréttatilkynningar fjármálaráðuneytisins um aukinn kaupmátt almennings á þessu ári.

Í tilkynningunni var sagt að útlit væri fyrir að kaupmáttur heimila myndi aukast að nýju á árinu, sé tekið mið af nýundirrituðum kjarasamningum á almennum markaði. Áætla mætti að ráðstöfunartekjur meðaleinstaklings á almennum vinnumarkaði verði um það bil 50 þúsund krónum meiri í hverjum mánuði í ár en í fyrra, bæði vegna hækkunar með nýjum kjarasamningum og breytinga í tekjuskattskerfinu þar sem persónuafsláttur og þrepamörk hækka um 10,7%.

Ásgeir Brynjar segir að þarna sé beitt því trixi eða skítamixi að segja í smáa letrinu að sleppt hafi verið að taka vaxtakostnað vegna húsnæðis með í útreikninginn. hann tekur annað dæmi af því hvernig opinberar stofnanir sveigja raunveruleikann og draga með því úr trausti almennings á hinu opinbera.

„Á sama hátt getur seðlabanki upp á sínum hól sem segir þinginu niðri í lægðinni að draga úr spennu í hagkerfinu og fresta framkvæmdum við skrifstofu- byggingu stjórnarráðsins neðan við hólinn ekki talist mjög trúverðugur þegar að í þeirra eigin skrifstofuhúsnæði fara fram miklar framkvæmdir sem teljast álíka þensluhvetjandi. Venjulegt fólk í upplýstu nútímasamfélagi sér í gegnum svona lagað og hlær jafnvel að kjánaskap ótrúverð- ugleikans. En skaðist trúverðugleiki þá getur tekið langan tíma að byggja hann upp aftur,“ skrifar Ásgeir Brynjar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí